Orkuveita Húsavíkur ohf

185. fundur 19. desember 2018 kl. 09:00 - 10:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Birna Ásgeirsdóttir varamaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf

201809043

Á 181. fundi Orkuveitu Húsavíkur ohf. var eftirfarandi bókað:
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að senda beiðni til byggðarráðs Norðurþings þar sem óskað er eftir að myndaður verði starfshópur um endurskoðun á stefnum Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málið var tekið fyrir á 86. fundi sveitarstjórnar Norðurþings, þann 20.11.2018 og var eftirfarandi tillaga lögð fram þar og samþykkt samhljóða:
Lagt er til að starfshópurinn sem halda skal utan um stefnumótunarvinnu Orkuveitu Húsavíkur verði samansettur af stjórn OH ásamt einum fulltrúa frá hverju framboði sem á fulltrúa í sveitarstjórn Norðurþings, alls 8 einstaklingum. Þannig má tryggja aðkomu allra framboða að stefnumótunarvinnunni. Það er mikilvægt að sem flestir kjörnir fulltrúar komi að þessari vinnu og því er því beint til framboðanna að tilnefna kjörna fulltrúa sé þess kostur og að gætt sé að kynjahlutöll séu sem jöfnust. Lagt er til að stjórn OH formgeri tillögu að verkefninu hvað varðar umfang þess, tímalengd og aðkomu ráðgjafa að vinnunni. Stefnt skal að því að hefja vinnuna í upphafi nýs árs.

Tilnefning fulltrúa:
B-listi: Gunnlaugur Stefánsson
D-listi: Helena Eydís Ingólfsdóttir
E-listi: Hafrún Olgeirsdóttir
S-listi: Silja Jóhannesdóttir
V-listi: Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að draga að borðinu ráðgjafafyrirtæki sem gæti komið að þessari vinnu.

2.Safnlögn yfirborðsvatns í Stangarbakka

201810144

Til kynningar.
Fyrir liggja tillögur frá arkitektastofunni Landslagi ehf. að útliti útivistarstígs við Stangarbakka á Húsavík.
Samhliða þeim tillögum er lögð fram kostnaðaráætlun sem byggir á framlögðum hugmyndum Landslags ehf.
Kynntar voru hugmyndir Landslags ehf. að hönnun göngustígs eftir Stangarbakka.

3.Gjaldskrá vegna HU-01 og FE-01

201807101

Á síðasta fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf., var óskað eftir nærveru stjórnarformanns og framkvæmdastjóra Sjóbaða ehf. á næsta stjórnarfundi OH.
Jón S. Árnason, stjórnarformaður Sjóbaða ehf. mun fara yfir samningsdrög milli aðila um vatnssölu.
Málinu er frestað þar sem stjórnarformaður Sjóbaða ehf. komst ekki á fundinn af óviðráðanlegum orsökum.
Framkvæmdastjóra OH falið að koma á fundi milli aðila fyrir áramót svo ganga megi frá samningi um vatnssölu áður en gjaldtaka hefst.

4.Leiðrétting framsetningar gjaldskrár OH

201811087

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur að taka afstöðu til erindis notanda hitaveitu á Húsavík m.t.t. uppsetningu gjaldskrár félagsins.
Að fengnu áliti lögmanna er framkvæmdastjóra falið að svara erindinu með þeim hætti að um rétta innheimtu sé að ræða skv. gildandi gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Framkvæmdastjóra er jafnframt falið að skýra framsetningu gjaldskrár OH til upplýsinga fyrir viðskiptavini félagsins.

5.Kalina raforkustoð OH

201604013

Verið er að leggja lokahönd á lýsingu innviða orkustöðvar á Húsavík ásamt þeim sviðsmyndum sem mögulegt er að geti orðið ofan á við gerð samninga um aðkomu áhugasamra aðila vegna fyrirhugaðrar raforkuframleiðslu í stöðinni.
Sett hefur verið fram tímalína í verkefninu sem gerir ráð fyrir að áðurnefnd lýsing á verkefninu verði send út í janúar, áhugasömum aðilum verði gefinn frestur fram í mars til þess að senda inn áætlanir um uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og að samstarfsaðili verði valinn á vormánuðum 2019.
Framkvæmdastjóra falið að klára vinnu við gerð lýsingar á innviðum orkustöðvar og leggja fyrir stjórn að þeirri vinnu lokinni.

6.Rafveita á Húsavík 100 ára

201812067

Þar sem 100 ár eru nú liðin frá stofnun rafveitu á Húsavík og í því felast ákveðin tímamót, er rétt að skoða hvort Orkuveita Húsavíkur setji upp minnisvarða um fyrstu rafveitu svæðisins í tilefni þessara merku tímamóta. Ákaflega miklvægt er að viðhalda sögunni og upphafi þeirrar frumkvöðlastarfsemi sem skapað hefur velmegun okkar tíma.
Undirritaður leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur;

Fyrir 100 árum síðan var merkum áfanga náð í sögu Húsavíkur þegar sett var upp rafveita í Búðará. Í ritinu Sveitarstjórnarmál 10. árgangi, tölublaði númer tvö kemur meðal annar fram;

„Húsavík kom sér upp rafveitu 1918. Var hún skráð 75 hestöfl, en skilaði miklu meiri krafti og reynist mjög vel. Vatnsafl var fengið í lítilli á, svonefndri Búðará, sem fellur til sjávar nálægt miðri byggðinni“

Í ljósi framangreindra tímamóta er lagt til að Orkuveita Húsavíkur ohf. setji upp minnivarða um fyrstu rafveitu Húsavíkur. Ákaflega mikilvægt er að viðhalda sögu staðarins og síðast en ekki síst að fagna þeirri frumkvöðlastarfsemi sem m.a. hefur skapað velmegun okkar tíma.

Lagt er til að Skipulags- og framkvæmdanefnd tilnefni staðsetningu fyrir minnismerkið.
Að auki er lagt til að Orkuveita Húsavíkur leggi eina milljón króna til fegrunnar skrúðgarðsins við Búðará sumarið 2019.

Bergur Elías Ágústsson

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir inn í skipulags- og framkvæmdaráð.

Fundi slitið - kl. 10:50.