Fara í efni

Safnlögn yfirborðsvatns í Stangarbakka

Málsnúmer 201810144

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 183. fundur - 01.11.2018

Sett hefur verið fram hugmynd að hönnun safnlagnar í Stangarbakka sem tekur mið af mögulegum lausnum til vatnssöfnunar yfirborðsvatns úr efri byggðum Húsavíkur til framtíðar. Einnig liggur fyrir gróft kostnaðarmat á framkvæmdinni m.v. forsendur hönnunnar.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að innleiða blá-grænar lausnir varðandi yfirborðsvatn frá efri byggðum að hluta, en ekki að öllu leyti.
Fyrir stjór Orkuveitu Húsavíkur ohf liggur að taka afstöðu til kostnaðar og þeirrar lausnar sem lögð er fram.
Stjórn OH tekur undir þær hugmyndir sem settar eru fram og leggur til að unnið verði áfram með málið á þeim forsendum.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 185. fundur - 19.12.2018

Til kynningar.
Fyrir liggja tillögur frá arkitektastofunni Landslagi ehf. að útliti útivistarstígs við Stangarbakka á Húsavík.
Samhliða þeim tillögum er lögð fram kostnaðaráætlun sem byggir á framlögðum hugmyndum Landslags ehf.
Kynntar voru hugmyndir Landslags ehf. að hönnun göngustígs eftir Stangarbakka.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 205. fundur - 07.05.2020

Uppgjör vegna framkvæmdar við safnlögn og útivistarstíg eftir Stangarbakka er lagt fram til kynningar.
Uppgjör framkvæmdar við Stangarbakkastíg lagt fram til kynningar.