Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

210. fundur 17. júlí 2020 kl. 13:00 - 14:07 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Skuldastaða einstakra viðskiptavina OH

Málsnúmer 201907073Vakta málsnúmer

Umræða í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf varðandi skuldastöðu einstakra viðskiptavina félagsins.
Afgreiðslu málsins er frestað til föstudagsins 24. júlí ásamt boðuðum innheimtuaðgerðum.

2.Rafveita á Húsavík 100 ára

Málsnúmer 201812067Vakta málsnúmer

Á 196. fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf sem haldinn var þann 5. september 2019, samþykkti stjórn OH tillögu Bergs Elíasar Ágústssonar að sett yrði upp minnismerki í tilefni 100 ára afmælis Rafveitu Húsavíkur og var framkvæmdastjóra falið að útfæra verkefnið. Nú liggur fyrir kostnaðaráætlun vegna útfærslu sem snýr að því að nota upprunalegan og uppgerðan rafal Rafveitu Húsavíkur frá 1918 sem minnisvarða ásamt frágangi næsta umhverfis í kringum hann. Óskað er afstöðu stjórnar OH til meðfylgjandi kostnaðaráætlunar og samþykki fyrir áframhaldandi vinnu við verkefnið.
Framlögð kostnaðaráætlun er samþykkt og framkvæmdastjóra falin framkvæmd verksins.

Fundi slitið - kl. 14:07.