Fara í efni

Orkuígildismælar

Málsnúmer 201903077

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 189. fundur - 29.03.2019

Kallað hefur verið eftir tilboði frá Frumherja sem nú liggur fyrir, vegna leigu á orkuígildismælum í stað þeirra hefðbundnu rennslismæla sem verið hafa í notkun hjá félaginu. Sífellt erfiðara verður að nálgast rennslismæla til endurnýjunar á eldri mælum, enda er þróunin á þessum markaði í átt að orkuígildismælum. Með því að skipta út mælum í dreifbýli á veitusvæði OH mætti einfalda verðskrá félagsins sem nú tekur mið af hitastigi þess vatns sem afhent er til notenda.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. er hlynnt upptöku orkuígildismæla í stað hefðbundinna rennslismæla í tengslum við hitaveitur félagsins.
Stefnt er að því að taka upp notkun slíkra mæla í dreifbýli til að byrja með og er framkvæmdastjóra falið að taka saman kostnað við uppsetningu og rekstur slíkra mæla og leggja fyrir stjórn til endanlegrar samþykktar.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 196. fundur - 05.09.2019

Í byrjun árs 2019 var ákveðið að skoða möguleika Orkuveitu Húsavíkur ohf. á því að taka upp notkun orkuígildismæla í dreifbýli. Markmiðið er tvíþætt, annars vegar til þess að mæta framtíðarkröfum á þessu sviði og hins vegar til einföldunar verðskrár hitaveitu í þéttbýli.
Fyrir liggur tilboð frá Frumherja í leigu orkuígildismæla í stað hefðbundinna rennslismæla, sem taka þarf afstöðu til og ákveða næstu skref í málinu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að hefja útskipti hefðbundinna rennslismæla í stað orkuígildismæla á hluta veitusvæðis félagsins.
Horft er til dreifbýlis í fyrstu á meðan verið er að stilla af gjaldskrá og raunorkunotkun.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 211. fundur - 24.09.2020

Þegar hefur verið tekin ákvörðun í stjórn OH að endurnýja mælasöfn í dreifbýli og taka upp samhliða þeirri endurnýjun, notkun rafrænna orkuígildismæla í stað hefðbundinna rennslismæla. Fyrir liggur að endurnýja þurfi mælasöfn OH í þéttbýli Húsavíkur þar sem löggildingartími þeirra safna er að renna út. Taka þarf ákvörðun um hvort settir verði upp rafrænir mælar við endurnýjun mælasafna í þéttbýli eða hvort hefðbundnir rennslismælar verði fyrir valinu í þeim útskiptum.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að félagið færi sig alfarið yfir í notkun rafrænna orkumæla á veitusvæðum OH. Útskipti mæla verði látin hanga saman með endurnýjun mælasafna í tengslum við löggildingartíma þeirra.