Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

211. fundur 24. september 2020 kl. 08:30 - 12:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Aftöppun á kælikerfum hjá PCC BakkiSilicon hf.

Málsnúmer 202008042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi sem vísað hefur verið til stjórnar OH, en á 75. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til umfjöllunar og ákvörðunar hjá Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem hefur umsjón með uppbyggingu og rekstri fráveitukerfa í Norðurþingi.
Óskað er afstöðu stjórnar OH til fyrirhugaðrar aftöppunar kælivatns af kælikerfum PCC BakkiSilicon hf. inn í fráveitukerfi sveitarfélagsins.
Aftöppun kælivatns frá verksmiðju PCC hefur þegar farið fram og eftir leiðum sem lagt var upp með í erindi frá PCC BakkiSilicon hf.

2.Losun blóðvatns frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík.

Málsnúmer 202008072Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir stjórn OH. Stjórnarformaður kynnir fyrirætlanir Norðlenska varðandi fyrirhugaða losun blóðvatns í fráveitukerfi.
Formaður stjórnar OH kynnti losunaraðferðir Norðlenska á sláturúrgangi eins og þeim er háttað í dag.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. gerir ekki athugasemndir við losun blóðvatns frá sláturhúsi Norðlenska.

3.Trúnaðarmál Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 202009103Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fært í trúnaðarmálabók.

4.Stefna á hendur Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 202005118Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir stjórn OH er staða máls er varðar stefnu Örlygs Hnefils Jónssonar og Valgerðar Gunnarsdóttur á hendur Orkuveitu Húsavíkur ohf. Stefnendur krefja þar OH um greiðslu 24,7 mkr. leigugjalda vegna stofnlagna Orkuveitu Húsavíkur sem lagðar voru um land Stekkjarholts í Reykjahverfi sumarið 1999, þá með munnlegu leyfi landeigenda.
Mál lagt fram til kynningar.

5.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH

Málsnúmer 201905094Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson kallar eftir upplýsingum um eftirfarandi í tengslum við verkefni sem snýr að raforkuframleiðslu með lágvarma í orkustöð OH á Húsavík.

- Óskað er eftir því að samningsdrög við væntanlega framkvæmdaraðila verði lögð fram til kynningar og er þá vísað til fyrri samþykktar stjórnar.

- Óskað er eftir því að lagt verið fram kostnaðaryfirlit yfir þann kostnað sem til hefur fallið við verkefnið, lögfræðikostnað sem og annan kostnað sem til hefur fallið vegna verkefnisins.

Framkvæmdastjóri kynnir umbeðin gögn og fer yfir stöðu verkefnisins.
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefnis og þann kostað sem bókfærður hefur verið á það frá upphafi. Verkefnið er í biðstöðu af hálfu Orkuveitu Húsavíkur ohf. og beðið er eftir viðbrögðum frá samstarfsaðila.

Guðmundur H. Halldórsson óskar bókað:
Ég tel rétt að gera ótímabundið hlé á verkefninu að svo stöddu vegna ýmissa utanaðkomandi þátta.

6.Staða framkvæmda OH 2020

Málsnúmer 202007039Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu þeirra verkefna sem í gangi eru á vegum OH.

---
Reykjaheiðarvegur - Veitulagnir.
Norðlenska - Endurnýjun heimæða.
Ófyrirséð viðhald háhitalagnar í Reykjahverfi.
Útskipti mælasafna í dreifbýli.
Breytingar og endurnýjanir lagna vegna bygginga Búfesti í Grundargarði.
Framræsing yfirborðsvatns í Grundargarði.
Minnisvarði vegna 100 ára afmælis Rafv. Húsavíkur.
Naust, Björgunarsveitin Garðar.
Endurnýjun varmaskiptis í orkustöð - Efni klárt.
Veitulagnir á Bakka - Verkefni sett á ís.
Framkvæmdastjóri skýrir stöðu helstu verkefna OH á yfirstandandi framkvæmdaári.

7.Fjárhags- og framkvæmdaáætlun OH 2021

Málsnúmer 202009099Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn OH liggur að leggja drög að fjárhags- og framkvæmdaáætlun rekstrarársins 2021.
Framkvæmdastjóra falið að stilla upp fyrirliggjandi fjárfestingaverkefnum félagsins m.t.t. mikilvægis og leggja fram á næsta fundi stjórnar OH.

8.Orkuígildismælar

Málsnúmer 201903077Vakta málsnúmer

Þegar hefur verið tekin ákvörðun í stjórn OH að endurnýja mælasöfn í dreifbýli og taka upp samhliða þeirri endurnýjun, notkun rafrænna orkuígildismæla í stað hefðbundinna rennslismæla. Fyrir liggur að endurnýja þurfi mælasöfn OH í þéttbýli Húsavíkur þar sem löggildingartími þeirra safna er að renna út. Taka þarf ákvörðun um hvort settir verði upp rafrænir mælar við endurnýjun mælasafna í þéttbýli eða hvort hefðbundnir rennslismælar verði fyrir valinu í þeim útskiptum.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að félagið færi sig alfarið yfir í notkun rafrænna orkumæla á veitusvæðum OH. Útskipti mæla verði látin hanga saman með endurnýjun mælasafna í tengslum við löggildingartíma þeirra.

9.Fjárhagsstaða OH og útgönguspá 2020

Málsnúmer 202009100Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir stjórn OH er staðan á fjárhag félagsins eins og hún er á þessum tímapunkti ásamt útgönguspá rekstrarársins 2020.
Framkvæmdastjóri kynnti fyrir stjórn félagsins, rekstrarniðurstöðu fyrstu 7 mánuði ársins og útgönguspá ársins 2020.

10.Veitutengingar Útgarður 4 og 6

Málsnúmer 202009101Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson óskar skýringa á eftirfarandi í tengslum við heimæðatengingar veitulagna úr Útgarði 4 að Útgarði 6 á Húsavík.

i. Hver heimilaði og í umboði hvers að tengja Útgarð 6 til 8 við stofnlögn Útgarðs 4 fyrir heitt og kalt vatn, rétt er að taka fram að um aðskilda lögaðila er um að ræða.
ii. Hvaða dag átti framangreind tenging sér stað?
iii. Þess er óskað að orkureikningar fyrir kalt og heitt vatn séu lagðir fram fyrir stjórn, sem og greiðsludagsetning þeirra.
iv. Þess er óskað að greiðsla fyrir tengigjöld, kalt vatn, heitt vatn sem og fráveitu og dagsetning greiðslu verið lög fyrir stjórn.
i. Ákvörðun um fyrirkomulag tenginga heimæða fyrir heitt og kalt vatn að Útgarði 6 var tekin samhliða byggingu Útgarðs 4. Ákvörðun um annað upplegg en þá var ákveðið ef um slíkt er að ræða, virðist ekki hafa skilað sér inn á borð Orkuveitu Húsavíkur ohf.
ii. Skv. upplýsingum frá pípulagningameistara Útgarðs 6 fór tenging heimæða fyrir heitt og kalt vatn að húsnæðinu fram þann 24.10.2019 eftir hádegi.
iii. Lagðir eru fyrir stjórn OH, orkureikningar vegna hitaveitu sem greiddir eru af Rein ehf. á byggingartíma Útgarðs 6, en aðrir orkureikningar hafa ekki verið gefnir út vegna Útgarðs 6. Ekki eru gefnir út orkureikningar vegna notkunar á köldu neysluvatni, heldur er vatnsgjald vegna fasteigna innheimt með fasteignagjöldum sem hlutfall af fasteignamati eignar.
iv. Greiðslur vegna tengigjalda fyrir heitt og kalt vatn að Útgarði 6 er innanhússmál milli Leigufélags Hvamms ehf. og Naustalækjar ehf., en Orkuveita Húsavíkur ohf. hefur hvorki aðkomu þar né upplýsingar um málið. Alla jafna eru tengigjöld vegna fráveitu innifalin í gatnagerðagjöldum og því ekki innheimt af veitufyrirtækjum.

Bergur Elías óskar bókað.
Það vekur nokkra furðu að tengingar við veitukerfi Orkuveitu Húsavíkur milli ótengdra lögaðila hafi ekki verið á vitorði framkvæmdastjóra Orkuveitu Húsavíkur né stjórnar félagsins fyrr en á þessum fundi tæpu ári eftir að tenging fór fram. Rétt er að það komi fram að fyrsti reikningur fyrir heitt vatn er ekki gefin út fyrr en í maí 2020 að upphæð 5.751 krónur.

11.Viðskiptastaða OH og NÞ sept. 2020

Málsnúmer 202009102Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn OH liggja upplýsingar um viðskiptastöðu Orkuveitu Húsavíkur ohf. og sveitarfélagsins Norðurþings eins og hún er í september 2020.
Vatns- og fráveitugjöld ársins 2019 að upphæð kr. 133.908.657 hafa verið greidd.
Áætlað er að vatns- og fráveitugjöld ársins 2020 að upphæð krónur 151.980.771 verði greidd um næstu áramót.

Bergur Elías óskar bókað
Rétt skal vera rétt, staðan milli aðila er sem hér segir;

Vatns- og fráveitugjöld ársins 2019 voru krónur 133.908.657, voru greidd Sveitarfélagið Norðurþing hefur ekki greitt hlutdeild sína í Stangabakkastíg að upphæð tæpar 12 m.kr sem rétt er að gerð verði upp fyrir næstu áramót. Er þar vísað til fyrri samþykktar stjórnar. Orkuveitu Húsavíkur ber að senda reikning vegna verksins.í gær
Vatns- og fráveitugjöld ársins 2020 eru krónur 151.980.771. Áætlað er að greiða þessa fjárhæð um fyrir næstu áramót þegar innheimtu á fasteignagjöldum er lokið.

Fundi slitið - kl. 12:50.