Fara í efni

Fjárhags- og framkvæmdaáætlun OH 2021

Málsnúmer 202009099

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 211. fundur - 24.09.2020

Fyrir stjórn OH liggur að leggja drög að fjárhags- og framkvæmdaáætlun rekstrarársins 2021.
Framkvæmdastjóra falið að stilla upp fyrirliggjandi fjárfestingaverkefnum félagsins m.t.t. mikilvægis og leggja fram á næsta fundi stjórnar OH.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 212. fundur - 29.10.2020

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggja drög að framkvæmdaáætlun OH fyrir árið 2021. Óskað er afstöðu stjórnar OH til forgangsröðunar fyrirhugaðra framkvæmda félagsins árið 2021.
Drög að framkvæmdaáætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna rekstrarársins 2021 lögð fram til kynningar og umræðu.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 213. fundur - 11.11.2020

Lögð fyrir stjórn OH til ákvörðunar og samþykktar eru drög að framkvæmdaáætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir rekstrarárið 2021.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun vegna rekstrarársins 2021.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 222. fundur - 27.07.2021

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefna og fjárfestinga OH á yfirstandandi rekstrarári.

1. Endurnýjun stofnlagna hitaveitu við Lindarhlíð í Aðaldal - Lokið.
2. Endurnýjun stofnlagna hitaveitu við Jódísarstaði í Kinn - Að hefjast.
3. Frágangur heimæða vegna félagsþjónustukjarna við Stóragarð 12 - Lokið.
4. Veitulagnir í gegnum Höfðagöng (kalt vatn og fráveita) - Í útboðsferli.
5. Viðhald þjónustumiðstöðvar OH að Höfða 13 - Ekki hafið.
6. Fjárfestingar í dælubúnaði vegna reksturs holu HU-01 svo tryggja megi rekstraröryggi sjóbaða á Húsavíkurhöfða.
(bókfært 2020 en afhent 2021) - Lokið.
7. Endurnýjun þjónustubifreiðar OH - Lokið.
8. Minnisvarði 100 ára afmælis Rafveitu Húsavíkur - Lokið.
9. Endurnýjun stofnlagnar neysluvatns í Ásgarðsvegi - Ekki hafið (verður mögulega frestað til 2022 vegna verkefnaálags).
10. Endurnýjun búnaðar í dælu húsi á Kópaskeri - Ekki hafið.
11. Endurnýjun fráveitukerfa á Raufarhöfn - 1. hluti - Ekki hafið.
12. Viðgerð á yfirþrýstri stofnlögn hitaveitu um Reykjahverfi til Húsavíkur - Lokið 2021.
13. Jarðhitaleit í landi Húsavíkur - Ekki hafið (verður líklega frestað til 2022).
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefna OH.