Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

212. fundur 29. október 2020 kl. 14:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH

Málsnúmer 201905094Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefnis er snýr að fullnýtingu þeirrar orku sem berst orkustöð félagsins að Hrísmóum 1 á Húsavík.
Framkvæmdastjóri kynnir stöðu málsins fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur.

2.Íslandsþari ehf. - Ósk um viðræður

Málsnúmer 202010004Vakta málsnúmer

Íslandsþari ehf. hefur óskað eftir viðræðum við Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna orkuöflunar í tengslum við fyrirhugaða starfsemi félagsins á Húsavík.
Farið yfir þau gögn sem lögð hafa verið fram af Íslandsþara ehf. Ákvörðun tekin um að fá forsvarsmenn Íslandsþara ehf. inn á næsta fund stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. til frekari kynningar á verkefninu.

3.Tilraunaeldi Ostru við FE-01

Málsnúmer 201905108Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk um nýtingu vatns úr FE-01 frá Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnisstóra landeldis ostru á Húsavík. Kallað er eftir afstöðu stjórnar OH til málsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi ósk um nýtingu vatns úr holu FE-01 (allt að 1000 lítrum pr. viku) að því tilskyldu að samstarfsaðili OH, Sjóböð ehf. geri ekki athugasemdir varðandi málið né setji fram kvaðir vegna þess.

4.Færanleg matar,- kaffi- og hreinlætisaðstaða starfsmanna OH

Málsnúmer 202010175Vakta málsnúmer

Óskað er samþykkis stjórnar OH til fjárfestingar í færanlegri aðstöðu starfsmanna OH. Um er að ræða Eurowagon 4,2m að lengd með kaffiaðstöðu fyrir 6 manns, eldhúsinnréttingu með vask, skápum og örbylgjuofni, geymslu með sér inngang og kemísku wc (sjá meðfylgjandi teikningu) Kostnaður er 2.900.000 vsk.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að fjárfest verði í færanlegri starfmannaaðstöðu.

5.Bilun í stofnlögn neysluvatns við Ásgarðsveg

Málsnúmer 202010177Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Þann 27. september sl. varð bilun í stofnæð neysluvatns sem tengir Húsavíkurbæ við vatnsból austan Húsavíkur.
Framkvæmdastjóri fór yfir afleiðingar bilunar í stofnæð neysluvatns við Ásgarðsveg.

6.Trúnaðarmál Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 202009103Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál Orkuveitu Húsavíkur ohf. fært í trúnaðarmálabók.
Fært í trúnaðarmálabók Orkuveitu Húsavíkur ohf.

7.Staða framkvæmda OH 2020

Málsnúmer 202007039Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir stjórn OH er staða þeirra verkefna og framkvæmda sem teiknaðar voru inn á framkvæmdaáætlun OH fyrir árið 2020 ásamt útgönguspá þeirra.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefna og fjárfestinga félagsins vegna rekstrarársins 2020.

8.Rekstraráætlun OH 2021

Málsnúmer 202010176Vakta málsnúmer

Rekstraráætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir árið 2021 er lögð fyrir stjórn félagsins til kynningar og gagnrýni.
Drög að rekstraráætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna rekstrarársins 2021 lögð fram til kynningar og umræðu.

9.Framkvæmdaáætlun OH 2021

Málsnúmer 202009099Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggja drög að framkvæmdaáætlun OH fyrir árið 2021. Óskað er afstöðu stjórnar OH til forgangsröðunar fyrirhugaðra framkvæmda félagsins árið 2021.
Drög að framkvæmdaáætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna rekstrarársins 2021 lögð fram til kynningar og umræðu.

10.Ýmis mál OH 2020

Málsnúmer 202009138Vakta málsnúmer

1. Óskað er afstöðu stjórnar OH til "leiðréttinga" eldri, munnlegra samninga er varða frávik frá samþykktri gjaldskrá félagsins.
Bókun: Afstaða stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. er skýr hvað þetta varðar en liggi ekki fyrir skriflegur samningur um annað, skal innheimta gjaldstofna OH í öllum tilfellum fara fram til samræmis við samþykkta gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf. Slíkar leiðréttingar verði þó tilkynntar með sanngjörnum fyrirvara.

2. Aðalstjórn Völsungs óskar eftir stuðningi OH í formi auglýsinga í hið árlega jólablað félagsins. Kallað er eftir afstöðu stjórnar OH til málsins.
Bókun: Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að keypt verði auglýsing á baksíðu jólablaðs Völsungs árið 2020 til styrktar útgáfu blaðsins.

Fundi slitið.