Fara í efni

Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH

Málsnúmer 201905094

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 193. fundur - 27.05.2019

Lokið er fyrsta hluta verkefnis sem snýr að því að endurvekja rekstur raforkuframleiðslu í orkustöð OH að Hrísmóum. Samkeppnislýsing vegna verkefnisins var send út í byrjun mars og nú hafa 10 áhugasamir aðilar skilað inn tillögum sínum um rekstrarfyrirkomulag til samræmis við þær fjórar leiðir sem fyrirskrifaðar eru í samkeppnislýsingu.
Framkvæmdastjóri fer yfir og kynnir fyrir stjórn OH.
Framkvæmdastjóri og lögmaður OH, Eiríkur S. Svavarsson fóru yfir málið og þá fleti sem snerta það m.t.t. framhalds verkefnisins.
Tillögur varðandi val á hugmyndum munu liggja fyrir stjórn OH innan þriggja vikna.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 194. fundur - 24.06.2019

Dómnefnd hefur metið innsendar tillögur áhugasamra aðila í tengslum við samkeppnislýsingu orkustöðvar OH að Hrísmóum 1.
Lagður er til grundvallar rökstuðningur fyrir því að valdar tillögur verði skoðaðar betur og lagt er til að hafnar verði nánari viðræður við þá aðila.

1. Óskað er afstöðu stjórnar OH til þeirrar leiðar sem horfa skal til varðandi áframhald verkefnisins (leið 1-4 skv. samkeppnislýsingu).
2. Óskað er afstöðu stjórnar OH til niðurstöðu dómnefndar varðandi valdar tillögur, byggt á því hvaða leið verður valin í lið 1 (leið 3 eða 4 skv samkeppnislýsingu).
3. Óskað er umboðs framkvæmdastjóra til þess að hefja viðræður við valda aðila, byggt á niðurstöðu stjórnar OH við val á leiðum í liðum 1 og 2.

Stjórn OH leggur til að farin verði leið nr. 3 sem getið er í samkeppnilýsingu vegan orkustöðvar OH (sjá heimasíðu Orkuveitu Húsavíkur, www.oh.is).
Stjórn OH felur framkvæmdastjóra að hefja viðræður við aðila til samræmis við niðurstöðu dómnefndar.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 195. fundur - 01.08.2019

Haldnir hafa verið fundir með þeim þremur aðilum sem valdir hafa verið til áframhaldandi viðræðna í tengslum við rekstur orkustöðvar OH að Hrísmóum 1.
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf., eru lagðir fram áherslupunktar eftir þá fundi og farið yfir það hver stefnan verður í áframhaldandi vinnu í tengslum við verkefnið.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu og framgang verkefnisins.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 196. fundur - 05.09.2019

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefnisins ásamt nálgun þeirra aðila sem valdir hafa verið til áframhaldandi viðræðna í tengslum við rekstur orkustöðvar OH að Hrísmóum.
Mat valnefndar liggur fyrir til ákvörðunar stjórnar OH um framhald verkefnisins.
Stjórn OH samþykkir að fela framkvæmdastjóra að fara í samningaviðræður við Mannvit, HS-Orku og Deili um rekstur raforkuframleiðslu í orkustöð OH að Hrísmóum 1, þar sem notaður verði Ormat-vélbúnaður HS-Orku til framleiðslunnar. Samstarfið verði grundvallað á leið nr. 3 skv. útgefinni samkeppnislýsingu.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 197. fundur - 16.10.2019

Framkvæmdastjóri skýrir stöðu mála varðandi samkeppnislýsingu í tengslum við raforkuframleiðslu í orkustöð að Hrísmóum 1.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi orkustöðina á Húsavík.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 198. fundur - 06.11.2019

Framkvæmdastjóri skýrir stjórn OH frá stöðu mála varðandi samningaviðræður um rekstur orkuvers að Hrísmóum 1 með nýtingu afgangsvarma til raforkuframleiðslu.
Framkvæmdastjóri fór yfir málefni orkustöðvar á Húsavík.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 200. fundur - 09.12.2019

Staða samningaviðræðna í tengslum við raforkuframleiðslu í orkustöð félagsins að Hrísmóum 1 á Húsavík.
Framkvæmdastjóri fór yfir samningamál og önnur atriði sem snúa að fyrirhugaðri raforkuframleiðslu í orkustöð OH að Hrísmóum.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 201. fundur - 22.01.2020

Framvkæmdastjóri skýrir stöðu málsins og möguleg næstu skref í verkefninu.
Framkvæmdastjóri og lögmaður OH, Eiríkur S. Svavarsson skýra málefni orkustöðvar á Húsavík. Fjallað verður nánar um málið á næsta stjórnarfundi félagsins.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 202. fundur - 20.02.2020

Tveir samningafundir eru að baki milli OH og Þingorku þar sem rædd hefur verið möguleg aðkoma félaganna að raforkframleiðslu með lágvarma í orkustöð OH á Húsavík. Þriðji samningafundur á milli aðila er áætlaður föstudaginn 21. febrúar. Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefnisins og þá nálgun sem kynnt hefur verið.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefnisins.
Stjórn OH felur framkvæmdastjóra að búa til greinargerð/minnisblað fyrir næsta fund stjórnar þar sem teknar verða saman lykiltölur og helstu niðurstöður viðræðna ásamt mögulegum sviðsmyndum um framhald verkefnisins.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 203. fundur - 12.03.2020

Í kjölfar undangenginna samningafunda milli OH og "Þingorku ehf." vegna reksturs, fjármögnunar og fyrirkomulags aðila í tengslum við rekstur raforkuframleiðslu í orkustöð OH á Húsavík, liggja fyrir nokkuð skýrar línur í átt að samkomulagi milli áðurnefndra aðila. Óskað er umboðs til þess að ganga frá drögum að samkomulagi við "Þingorku ehf." á þeim grunni sem kynntur er fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Sé það ákvörðun stjórnar OH að vinna skuli áfram að verkefninu m.v. fyrirliggjandi forsendur er óskað eftir framlengingu yfirlýsingar um einkaviðræður við Þingorku yfir þann tíma sem gengið verður frá lausum endum varðandi málið.
Stjórn OH samþykkir að haldið verði áfram með viðræður á milli aðila og að gerð verði drög að samkomulagi. Að því loknu mun stjórn OH taka afstöðu til málsins miðað við þær forsendur sem fyrir liggja.
Yfirlýsing um einkaviðræður við Þingorku verður framlengd til 30. apríl.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 209. fundur - 09.07.2020

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu mála er varða fyrirhugaða raforkuframleiðslu í orkustöð OH á Húsavík.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefnis er snýr að fyrirhugaðri raforkuframleiðslu í orkustöð OH á Húsavík.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 211. fundur - 24.09.2020

Bergur Elías Ágústsson kallar eftir upplýsingum um eftirfarandi í tengslum við verkefni sem snýr að raforkuframleiðslu með lágvarma í orkustöð OH á Húsavík.

- Óskað er eftir því að samningsdrög við væntanlega framkvæmdaraðila verði lögð fram til kynningar og er þá vísað til fyrri samþykktar stjórnar.

- Óskað er eftir því að lagt verið fram kostnaðaryfirlit yfir þann kostnað sem til hefur fallið við verkefnið, lögfræðikostnað sem og annan kostnað sem til hefur fallið vegna verkefnisins.

Framkvæmdastjóri kynnir umbeðin gögn og fer yfir stöðu verkefnisins.
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefnis og þann kostað sem bókfærður hefur verið á það frá upphafi. Verkefnið er í biðstöðu af hálfu Orkuveitu Húsavíkur ohf. og beðið er eftir viðbrögðum frá samstarfsaðila.

Guðmundur H. Halldórsson óskar bókað:
Ég tel rétt að gera ótímabundið hlé á verkefninu að svo stöddu vegna ýmissa utanaðkomandi þátta.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 212. fundur - 29.10.2020

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefnis er snýr að fullnýtingu þeirrar orku sem berst orkustöð félagsins að Hrísmóum 1 á Húsavík.
Framkvæmdastjóri kynnir stöðu málsins fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 221. fundur - 20.05.2021

Fundir fulltrúa Orkuveitu Húsavíkur ohf. og þeirra aðila er skipa hóp Þingorku voru haldnir dagana 7. og 9. apríl sl. Rétt um ár var þá frá því aðilar ræddu síðast saman í tengslum við mögulega aðkomu Þingorku að rekstri einingar til raforkuframleiðslu í orkustöð OH að Hrísmóum á Húsavík og samningagerð vegna þess.
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefnisins og það sem fram fór á fundum aðila í byrjun apríl sl.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefnisins og væntanlegar hreyfingar varðandi það.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 222. fundur - 27.07.2021

Framkvæmdastjóri fer yfir þá stöðu sem uppi er í tengslum við viðræður við Þingorku varðandi orkunýtingu til raforkuframleiðslu í orkustöð OH á Húsavík.
Framkvæmdastjóri fór yfir málefni orkustöðvar OH á Húsavík.