Orkuveita Húsavíkur ohf

200. fundur 09. desember 2019 kl. 08:30 - 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Úrskurður Samgönguráðuneytis um vatnsgjald

201905114

Fyrir stjórn OH liggur úrskuður Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi gjaldtöku sveitarfélaga vegna vatnsgjalds og hvaða atriði heimilt er að horfa til við ákvörðun þess.
Fer ráðuneytið fram á að gjaldskrár vatnsveitna verði yfirfarnar m.t.t. þess, ásamt því að vera upplýst um þau gögn sem gjaldskrár vatnsveitna er varða 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga eru byggðar á sbr. 113. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samorka, hagsmunasamtök veitufyrirtækja ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga tóku í framhaldinu upp viðræður við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og óskuðu eftir því að 10 gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga yrði skýrð og tekið mið af þeirri túlkun sem sveitarfélögin hafa gengið út frá áratugum saman, að fjármagnskostnaður taki bæði til kostnaðar vegna lansfjár og kostnaðar vegna eigin fjár.
Veittur hefur verið frestur til 10. janúar 2020 til þess að skila ofangreindum gögnum.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að draga lögmann félagsins að borðinu varðandi málið og forma drög að svari til samgöngu- sveitarstjórnarráðuneytisins í samráði við Orkuveitu Húsavíkur ohf og eftir atvikum sveitarfélagið Norðurþing.

2.Þjónustusamningur Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings 2020

201911045

Á 308. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi er varðar endurnýjun þjónustusamnings milli Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf. Á fundinum var bókað;
"Byggðarráð vísar drögum að þjónustusamningi til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. til umræðu."
Einnig liggur fyrir breytingartillaga að þeim samningi sem lagður var fram í byggðaráði.
Óskað er afstöðu stjórnar OH til þess er fram kemur í drögunum og hvort tilefni sé til athugasemda eða breytinga á meðfylgjandi samningsdrögum.
Einnig er óskað afstöðu stjórnar til breytingartillögunnar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf leggur til að framlögð breytingartillaga verði höfð til hliðsjónar við gerð samkomulags milli aðila.
Óskað er eftir að aðilar setjist niður og kostnaðargreini þá þjónstu sem keypt verður og eftir atvikum seld milli aðila.
Áhersla er lögð á að samningurinn feli í sér hagræðingu fyrir báða samningsaðila.
Málinu er vísað til umræðu í byggðaráði.

3.Íþróttafélagið Völsungur, ósk um endurnýjun á samstarfs- og styrktarsamningi við Orkuveitu Húsavíkur.

201911114

Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir endurnýjun á samstarfs- og styrktarsamningi. Eldri samningur rann út í lok ágúst á þessu ári en hann var til 3ja ára.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf samþykkir að framlengja samstarfs- og styrktarsamning við íþróttafélagið Völsung til þriggja ára.

4.Bréf frá Örlygi Hnefli Jónssyni

201912002

Fyrir stjórn OH liggur að taka afstöðu til meðfylgjandi erindis Örlygs Hnefils Jónssonar og þau mál sem þar eru talin upp.
- Þistill í landi Stekkjarholts.
- Endurnýjun hitaveitulagnar í Reykjahverfi.
- Söluverðmæti vatns sem leitt er til Húsavíkur.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf þakkar erindi Örlygs og tekur eftirfarandi afstöðu til þeirra mála sem þar koma fram.

Þistill í landi Stekkjarholts.
Orkuveita Húsavíkur telur að umrædd jurt hafi ekki borist í land Stekkjarholts við framkvæmdir á vegum OH á svæðinu og samþykkir því ekki bótaskyldu í málinu.

Endurnýjun stofnlagnar hitaveitu í Reykjahverfi.
Rétt er sem fram kemur í erindinu að fyrirhuguð er endurnýjun stofnalganar hitaveitu í Reykjahverfi. Fyrsta hluta framkvæmdarinnar er þegar lokið, en gert er ráð fyrir framkvæmdum vegna annars og þriðja hluta á næsta ári. Haft er samband við hlutaðeigandi landeigendur í tengslum við endurnýjun lagnarinnar áður en framkvæmdir hefjast.

Söluverðmæti hitaveituvatns.
Varðandi upplýsingar um söluverðmæti hitaveituvatns er vísað til ársskýrslna Orkuveitu Húsavíkur ohf sem aðgengilegar eru á heimasíðu félagsins, www.oh.is.

Öflun frekari gagna og/eða álita er þörf varðandi önnur atriði sem fram koma í erindinu, þar sem um er að ræða tveggja áratuga gamla framkvæmd.

5.Innheimta rotþróargjalda 2019

201912003

Framkvæmdastjóri fer yfir framkvæmd við tæminga rotþróa í Norðurþingi frá því ný fráveitusamþykkt tók gildi árið 2018. Farið verður yfir fyrirkomulag innheimtu rotþróargjalda vegna áranna 2018 og 2019 þar sem þau gjöld eru ekki enn sem komið er, innheimt með fasteigangjöldum eins og fráveitusamþykkt kveður á um.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi losun rotþróa í Norðurþingi. Innheimta rotþróargjalda vegna 2018 og 2019 verður innheimt óháð fasteignagjöldum, en verður innheimt með fasteignagjöldum hér eftir.

6.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH

201905094

Staða samningaviðræðna í tengslum við raforkuframleiðslu í orkustöð félagsins að Hrísmóum 1 á Húsavík.
Framkvæmdastjóri fór yfir samningamál og önnur atriði sem snúa að fyrirhugaðri raforkuframleiðslu í orkustöð OH að Hrísmóum.

7.20191121 - Stjórnarfundur Ísl. Orku ehf - Fundargerð

201912004

Fundargerð stjórnarfundar Íslenskrar Orku ehf, sem haldinn var þann 21. nóvember sl. lög fram til kynningar fyrir stjórn OH.
Fundargerð stjórnarfundar Íslenskrar Orku lögð fyrir stjórn OH til kynningar.

8.Erindi vegna neysluvatns á Raufarhöfn

201903055

Framkvæmdastjóri fer yfir málefni er tengjast öflun neysluvatns fyrir Raufarhöfn.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu þeirra mála er tengjast vatnsveitu fyrir Raufarhöfn. Stjórn OH er fylgjandi þeirri nálgun sem sett er fram í gögnum um tillögur OH að lausn málsins.

9.Skuldastaða einstakra viðskiptavina OH

201907073

Ákvörðun stjórnar OH þarf að liggja fyrir varðandi næstu skref í tengslum við útistandandi skuldir einstakra viðskiptavina félagsins. Takmarkaðar greiðslur hafa borist upp í ógreiddar skuldir, en ekki liggur fyrir greiðsluáætlun að uppgjöri eftirstöðva vangreiddra veitugjalda. Ekki er því tilefni eins og málin standa, til þess að víkja frá því innheimtuferli sem samþykkt hefur verið að unnið sé eftir, nema stjórn ákveði annað.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf vísar til verklagsreglna varðandi samninga vegna vanskila.
Greiðsluáætlun vangreiddra veitugjalda þarf að liggja fyrir svo hægt sé að víkja frá lokunaraðgerðum.

10.Fjárhagsstaða OH og fjárhagslegar hreyfingar

201912018

Umræða í stjórn um fjárhagsstöðu og fjárhagslegar hreyfingar.
Framkvæmdastjóri og stjórn fóru yfir fjárhagsstöðu félagsins.

Fundi slitið - kl. 12:00.