Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

195. fundur 01. ágúst 2019 kl. 08:00 - 10:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Drífa Valdimarsdóttir, fjármálastjóri Norðurþings sat fundinn undir fundarliðum nr. 7 og 8.
Jónas Einarsson, fulltrúi OH í stjórn Sjóbaða ehf. sat fundinn undir fundarlið nr. 9.

1.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH

Málsnúmer 201905094Vakta málsnúmer

Haldnir hafa verið fundir með þeim þremur aðilum sem valdir hafa verið til áframhaldandi viðræðna í tengslum við rekstur orkustöðvar OH að Hrísmóum 1.
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf., eru lagðir fram áherslupunktar eftir þá fundi og farið yfir það hver stefnan verður í áframhaldandi vinnu í tengslum við verkefnið.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu og framgang verkefnisins.

2.Friðlýsing vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum

Málsnúmer 201810124Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar um framkomnar athugasemdir vegna tillögu að friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum: 12 Arnardalsvirkjun og 13 Helmingsvirkjun.
Umsögn Umhverfisstofnunar lögð fram til kynningar.

3.Erindi vegna neysluvatns á Raufarhöfn

Málsnúmer 201903055Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu neysluvatnsmála á Raufarhöfn.
Staða mála kynnt.
Unnið verður áfram að lausn málsins.

4.Staða framkvæmda OH 2019

Málsnúmer 201905113Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu yfirstandandi framkvæmda OH.
Verið er að ljúka 1. áfanga endurnýjunar stofnlagnar í Reykjahverfi.
Framkvæmdir við Stangarbakka eru á áætlun og ganga vel.
Hugað verður að framkvæmdum vegna vatnsveitu að skotasvæði norðan Húsavíkur, afmörkun vatnsbóla í Reyðarár- og Bakkaárlindum ásamt veitulögnum frá iðnaðarsvæðinu á Bakka að Norðurgarði.

5.Niðurstöður stjórnendakönnunar MMR

Málsnúmer 201907072Vakta málsnúmer

Niðurstöður stjórnendakönnunar MMR lagðar fram til kynnigar fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Niðurstöður MMR lagðar fram til kynningar.

6.Skuldastaða einstakra viðskiptavina OH

Málsnúmer 201907073Vakta málsnúmer

Framkvæmdasjóri OH og fjármálastjóri NÞ fara yfir skuldastöðu einstakra viðskiptavina Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Kallað er eftir afstöðu stjórnar OH til málsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. mun á næsta fundi leggja fram til samþykktar, nánari reglur um innheimtu veitugjalda.

7.Rammasamningur OH og NÞ

Málsnúmer 201903084Vakta málsnúmer

Umræður um rammasamning sem í gildi er milli Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Norðurþings.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur leggur til að drög að nýjum og uppfærðum samningi verði lögð fram til umfjöllunar á næsta stjórnarfundi.

8.Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf

Málsnúmer 201809043Vakta málsnúmer

Umræður um stefnumótunarvinnu OH.
Stjórn OH leggur áherslu á að vinnu við stefnumótun félagsins verði lokið í október n.k.

9.Tilnefning fulltrúa OH í stjórn Sjóbaða 2018

Málsnúmer 201807102Vakta málsnúmer

Aðalfundarboð Sjóbaða ehf. og skipun fulltrúa OH í stjórn félagsins.
Jónas Einarsson, fulltrúi OH í stjórn Sjóbaða ehf. fór yfir stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 10:55.