Fara í efni

Rammasamningur OH og NÞ

Málsnúmer 201903084

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 189. fundur - 29.03.2019

Bergur Elías Ágústsson kallar eftir umræðum í stjórn félagsins um rammasamning OH og Norðurþings sem undirritaður var 15. júní 2015.
Málinu frestað til næsta fundar.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 193. fundur - 27.05.2019

Yfirferð og umræður um gildandi rammasamning milli Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf. frá 2015.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. óskar eftir því við byggðaráð að samningur milli OH og Norðurþings verði tekinn upp og endurskoðaður.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 195. fundur - 01.08.2019

Umræður um rammasamning sem í gildi er milli Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Norðurþings.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur leggur til að drög að nýjum og uppfærðum samningi verði lögð fram til umfjöllunar á næsta stjórnarfundi.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 197. fundur - 16.10.2019

Til umræðu og endurskoðunar er gildandi rammasamningur milli OH og Norðurþings.
Fjármálastjóri Norðurþings fór yfir og skýrði þær greiðslur sem fara á milli OH og Norðurþings skv. fyrirliggjandi rammasamningi.
Stjórn OH ítrekar að samningsaðilar setjist niður og fari yfir samkomulagið í heild sinni.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 203. fundur - 12.03.2020

Norðurþing og Orkuveita Húsavíkur ohf. hafa sammælst um að nauðsynlegt sé að taka upp og skýra áður gerðan þjónustusamning milli aðila. Lögð hafa verið fram samningsdrög af hálfu Norðurþings sem kynnt hafa verið í byggðaráði og eins liggja fyrir breytingatillögur af hálfu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fyrir liggur að ljúka umræðum um málið og undirrita samkomulagið þegar sátt liggur fyrir af hálfu beggja aðila um það sem þar kemur fram.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings skýrði forsendur samningsins og þá hagræðingu sem ætlað er að ná fram með honum.
Meirihluti stjórnar OH samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi sem lögð hafa verið fram af hálfu Norðurþings. Skýra skal í texta samkomulagsins hvernig greiðslum vatns- og fráveitugjalda er háttað fyrir undirritun þess.
Bergur Elías Ágústsson getur ekki samþykkt fyrirliggjandi samningsdrög.