Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

193. fundur 27. maí 2019 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður OH sat fundinn undir fundarliðum nr. 1 og 2.

1.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH

Málsnúmer 201905094Vakta málsnúmer

Lokið er fyrsta hluta verkefnis sem snýr að því að endurvekja rekstur raforkuframleiðslu í orkustöð OH að Hrísmóum. Samkeppnislýsing vegna verkefnisins var send út í byrjun mars og nú hafa 10 áhugasamir aðilar skilað inn tillögum sínum um rekstrarfyrirkomulag til samræmis við þær fjórar leiðir sem fyrirskrifaðar eru í samkeppnislýsingu.
Framkvæmdastjóri fer yfir og kynnir fyrir stjórn OH.
Framkvæmdastjóri og lögmaður OH, Eiríkur S. Svavarsson fóru yfir málið og þá fleti sem snerta það m.t.t. framhalds verkefnisins.
Tillögur varðandi val á hugmyndum munu liggja fyrir stjórn OH innan þriggja vikna.

2.Erindi vegna neysluvatns á Raufarhöfn

Málsnúmer 201903055Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu vatnsveitna OH.
Framkvæmdastjóra falið að taka saman gögn um tekjur og kostnað vegna vatnsveitu á Raufarhöfn.

3.Uppgjör og framhald á verkefni Eims

Málsnúmer 201905109Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk um fjárframlag til Eims frá stofnfélögum.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá lokagreiðslu kr. 600.000 til Eims.

4.Víkurskel - Tilraunaeldi Ostru við FE-01

Málsnúmer 201905108Vakta málsnúmer

Víkurskel ehf. óskar eftir að fá að nýta lághitavatn úr borholu OH til tilraunaeldis á Ostru á vegum félagsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að styðja við nýsköpunarverkefni Víkurskeljar ehf. í eitt ár, enda kostnaður við það óverulegur.
Framkvæmdastjóra falið að útfæra framkvæmdina.

5.Tilboð í tæmingu rotþróa 2019

Málsnúmer 201905112Vakta málsnúmer

Skv. nýlega samþykktri fráveitusamþykkt Norðurþings er Orkuveitu Húsavíkur ohf. falið að sinna tæmingu allra rotþróa í sveitarfélaginu.
Kallað hefur verið eftir tilboðum frá þar til bærum aðilum vegna tæmingar rotþróa til samræmis við fráveitusamþykktina og liggja fyrir tilboð frá tveimur aðilum í þá framkvæmd.
Óskað er eftir afstöðu stjórnar OH til tilboðanna.
Stjórn OH samþykkir að taka tilboði Hreinsitækni ehf. í tæmingu rotþróa í Norðurþingi.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi til 3ja ára.

6.Staða framkvæmda OH 2019

Málsnúmer 201905113Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu framkvæmda félagsins á yfirstandandi rekstrarári.
Í ljósi þeirra tilboða sem bárust í Stangarbakkastíg, þarf að taka afstöðu til möguleika OH á fjármögnun verkþátta sem annars tilheyra Norðurþingi.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefna OH.
Stjórn OH samþykkir að félagið leggi til fjármagn til verksins svo ljúka megi fyrsta áfanga stígagerðar um Stangarbakka á þessu ári.

7.Rammasamningur OH og NÞ

Málsnúmer 201903084Vakta málsnúmer

Yfirferð og umræður um gildandi rammasamning milli Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf. frá 2015.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. óskar eftir því við byggðaráð að samningur milli OH og Norðurþings verði tekinn upp og endurskoðaður.

8.Vatnsveita að skotsvæði við Húsavík

Málsnúmer 201905111Vakta málsnúmer

Að beiðni byggðaráðs Norðurþings hefur verið kannað hver áætlaður kostnaður sé við tengingu neysluvatns að skotsvæðinu norðan Húsavíkur. Kostnaðaráætlun liggur fyrir og mögulegt er að tengja vatn að svæðinu í sjálfrennsli, en vegna landfræðilegra aðstæðna væri líklega vænlegt í þeim tilgangi að virkja áður óvirkjaðar lindir Bakkaárlinda nær notkunarstað.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að veita styrk til félagsins svo hægt verði að ráðast í lagningu neysluvatnslagnar að aðstöðu Skotfélags Húsavíkur að Fjallshólum.

Guðmundur H. Halldórsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

9.Áhugakönnun á kaupum Tengis hf. á ljósleiðarakerfi OH

Málsnúmer 201905133Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Tengir hf. varðandi möguleika félagsins á að eignast ljósleiðarkerfi Orkuveitu Húsavíkur ohf. í þéttbýli Húsavíkur.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur framkvæmdastjóra að kanna mögulega sölu á ljósleiðarakerfi veitunnar og leggja fyrir stjórn að nýju.

10.Úrskurður Samgönguráðuneytis um vatnsgjald

Málsnúmer 201905114Vakta málsnúmer

Þann 15. mars sl. úrskurðaði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið í máli Ingimundar Einars Grétarssonar gegn Orkuveitu Reykjavíkur vegna álagningar á vatnsgjaldi ársins 2016.
Í kjölfar úrskurðar ráðuneytisins hefur ráðuneytið á grundvelli eftirlitshlutverks þess samkvæmt 112. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 ákveðið á taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.
Framkvæmdastjóri fer yfir helstu þætti málsins og kynnir úrskurð ráðuneytisins ásamt áliti Samorku varðandi það.
Framkvæmdastjóri fór yfir málið með stjórn félagsins.

Fundi slitið - kl. 15:15.