Fara í efni

Víkurskel - Tilraunaeldi Ostru við FE-01

Málsnúmer 201905108

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 193. fundur - 27.05.2019

Víkurskel ehf. óskar eftir að fá að nýta lághitavatn úr borholu OH til tilraunaeldis á Ostru á vegum félagsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að styðja við nýsköpunarverkefni Víkurskeljar ehf. í eitt ár, enda kostnaður við það óverulegur.
Framkvæmdastjóra falið að útfæra framkvæmdina.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 212. fundur - 29.10.2020

Fyrir liggur ósk um nýtingu vatns úr FE-01 frá Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnisstóra landeldis ostru á Húsavík. Kallað er eftir afstöðu stjórnar OH til málsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi ósk um nýtingu vatns úr holu FE-01 (allt að 1000 lítrum pr. viku) að því tilskyldu að samstarfsaðili OH, Sjóböð ehf. geri ekki athugasemdir varðandi málið né setji fram kvaðir vegna þess.