Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

198. fundur 06. nóvember 2019 kl. 13:00 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdaáætlun OH 2020

Málsnúmer 201910089Vakta málsnúmer

2. umræða í stjórn OH um framkvæmdaáætlun félagsins vegna rekstrarársins 2020
Farið var yfir liði vegna framkvæmda, viðhalds og fjárfestinga fyrir rekstrarárið 2020.
Samtals nemur áætluð fjárhæð þessara liða rétt um 200 m.kr.
Á næsta fundi stjórnar verður farið yfir einstaka liði og ákvörðun tekin, sem miðar að því að heildarupphæð endi nærri 150 m.kr.

2.Fjárhagasáætlun OH 2020

Málsnúmer 201910088Vakta málsnúmer

2. umræða í stjórn OH um fjárhagsáætlun félagsins vegna rekstrarársins 2020
Fjárhagsáætlun tekin fyrir og rædd.
Tekin var ákvörðun um að yfirfara áætlunina, sannreyna hana og taka fyrir aftur á næsta fundi stjórnar.

3.Gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur 2020

Málsnúmer 201910171Vakta málsnúmer

Til umræðu og ákvörðunar er gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf fyrir rekstrarárið 2020.
Framkvæmdastjóra falið að útfæra gjaldskrá til samræmis við umræður á fundinum og leggja fyrir á næsta fundi stjórnar.

4.Varmadælur á köldum svæðum Norðurþings

Málsnúmer 201910172Vakta málsnúmer

Aðkoma Orkuveitu Húsavíkur ohf hefur gjarnan verið rædd í tengslum við varmadæluvæðingu kaldra svæða í Norðurþingi. Mikilvægt er að stjórn félgasins myndi sér skoðun á því með hvaða hætti slík aðkoma gæti verið að teknu tilliti til samþykkta félagsins.
Afstaða stjórnar felst í að takmarka aðkomu OH að varmadæluverkefnum við húsnæði í eigu sveitarfélagsins.
Liggja þarf fyrir skriflegur samningur um hvert verkefni fyrir sig ef slíkt kæmi til framkvæmda.

5.Borun eftir vatni á Höfða vegna Sjóbaða

Málsnúmer 201910173Vakta málsnúmer

Frá opnun Sjóbaða ehf, hefur verið til skoðunar að borað verði eftir vatni í nágrenni baðaðstöðu Sjóbaða ehf á Húsavíkurhöfða. Með þeirri framkvæmd væri mögulegt að færa nýtingarholu baðvatns sem nýtt er til sjóbaða, nær notandanum með tilheyrandi sparnaði í rekstri dælukerfa. Einnig standa vonir til þess að hugsanlega verði hægt að ná í heitara vatn en það sem nú er tekið úr holu FE-01 við Norðurgarð.
Samhliða yrði farið í hreinsun holu HU-05 á Húsavíkurhöfða, en gert er ráð fyrir tengingu þeirrar holu til sjóbaða.
Kallað er eftir afstöðu stjórnar OH til áðurnefndra borframkvæmda á Höfða.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf samþykkir að ráðist skuli í borun eftir heitu vatni í tengslum við sjóböð á Höfða.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi við borverktaka vegna verkefnisins.

6.Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf

Málsnúmer 201809043Vakta málsnúmer

Hilmar Gunnlaugsson Hrl. hefur formað niðurstöður vinnuhóps um stefnumótun Orkuveitu Húsavíkur ohf. Taka þarf afstöðu til þeirra gagna sem marka munu stefnu félagsins til næstu ára og vísa til sveitarstjórnar Norðurþings, eiganda OH til samþykktar.
Stjórn OH fjallaði um helstu niðurstöður stefnumótunarhóps.
Stefnurnar eru eftirfarandi:
1. Hlutverk, framtíðarsýn og kjarnastarfsemi.
2. Fjárfestingarstefna.
3. Rekstrarstefna Fjármál.
4. Viðskiptastefna.
5. Auðlinda- og umhverfisstefna.
Lagt er til að stjórn félagsins ákveði þá mælikvarða sem stuðst verði við í hverju tilfelli til eftirfylgni.
Stjórn samþykkir framlagðar stefnur og vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn.

7.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH

Málsnúmer 201905094Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri skýrir stjórn OH frá stöðu mála varðandi samningaviðræður um rekstur orkuvers að Hrísmóum 1 með nýtingu afgangsvarma til raforkuframleiðslu.
Framkvæmdastjóri fór yfir málefni orkustöðvar á Húsavík.

8.Raforkuvinnsla Varmaorku í Öxarfirði

Málsnúmer 201910185Vakta málsnúmer

Íslensk Orka ehf er handhafi samnings við landeigendur í Öxarfirði, um nýtingu auðlinda á svæðinu. Varmaorka ehf hefur að undandförnu nálgast Íslenska Orku með nýtingu jarðvarma í Öxarfirði til raforkuframleiðslu að markmiði.
Óskað er afstöðu stjórnar OH til verkefnisins m.t.t. þeirra gagna sem fyrir liggja um málið.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf tekur jákvætt í fyrirætlanir Varmaorku í tengslum við fyrirhugaða raforkuframleiðslu í Öxarfirði.
Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram á vettvangi Íslenskrar Orku.

9.Skuldastaða einstakra viðskiptavina OH

Málsnúmer 201907073Vakta málsnúmer

Umræða í stjórn um skuldastöðu einstakra viðskiptavina félagsins og eðlilegt framhald þeirra mála sem um ræðir.
Stjórn OH fór yfir samskipti og afstöðu aðila hvað varðar vangreidd veitugjöld.
Unnið verður skv. áður samþykktum verklagsreglum í tenglsum við lokanir.

Bergur óskar bókað.
Undirritaður tekur ekki þátt í ofangreindri bókun.
Bergur Elías Ágústsson.

Fundi slitið - kl. 16:30.