Fara í efni

Raforkuvinnsla Varmaorku í Öxarfirði

Málsnúmer 201910185

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 198. fundur - 06.11.2019

Íslensk Orka ehf er handhafi samnings við landeigendur í Öxarfirði, um nýtingu auðlinda á svæðinu. Varmaorka ehf hefur að undandförnu nálgast Íslenska Orku með nýtingu jarðvarma í Öxarfirði til raforkuframleiðslu að markmiði.
Óskað er afstöðu stjórnar OH til verkefnisins m.t.t. þeirra gagna sem fyrir liggja um málið.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf tekur jákvætt í fyrirætlanir Varmaorku í tengslum við fyrirhugaða raforkuframleiðslu í Öxarfirði.
Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram á vettvangi Íslenskrar Orku.