Orkuveita Húsavíkur ohf

201. fundur 22. janúar 2020 kl. 13:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Jónas Einarsson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir fundarlið nr. 4.
Kristjan Þórhallur Halldórsson, stjórnarformaður HÖ og Gunnþóra Jónsdóttir, framkvæmdastjóri HÖ sátu fundinn undir fundarlið nr. 5.

1.Aðalfundur Mýsköpunar 6.des. 2019

201912001

Aðalfundur Mýsköpunar ehf var haldinn föstudaginn 6. desember 2019.
Á fundinum var farið yfir helstu atriði í starfsemi félagsins og rætt um næstu skref.

Vakin er sérstök athygli á eftirfaraandi bókun fundarins sem er svohljóðandi.

6B) Endurnýjun á umboði til að auka hlutafé.
Aðalfundur MýSköpunar ehf samþykkti að veita stjórn félagsins umboð til að auka hlutafé MýSköpunar ehf um allt að 24.000.000. kr. á næsta ári.
Núverandi hluthafar fá tvo mánuði til að auka hlut sinn í samræmi við núverandi hlutdeild og skrá sig fyrir auknum hlut.
Eftir það geta einstakir hluthafar eða utanaðkomandi aðilar skráð sig fyrir auknum eða nýjum hlut.
Tillagan samþykkt samhljóða og stjórn falið að útfæra hlutafjáraukninguna.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf tekur vel í að leggja verkefninu fé í formi aukins hlutafjár og samþykkir að félagið haldi sínum hlut í Mýsköpun ehf (4,18%). Framkvæmdastjóra falið að tilkynna ákvörðun stjórnar OH til félagsins. Stjórnarformanni er jafnframt falið að hafa samband við forsvarsmenn Mýsköpunar ehf og kalla eftir kynningu á verkefninu fyrir næsta fund stjórnar OH.

2.Erindi vegna neysluvatns á Raufarhöfn

201903055

Ekki hefur náðst samkomulag um greiðslur vegna nýtingar á ferskvatni fyrir vatnsveitu Raufarhafnar við landeigengdur jarðanna Hóls og Höfða.
Fyrir stjórn OH liggur að taka ákvörðun um næstu skref í málinu.
Að mati stjórnar OH ber of mikið í milli svo hægt verði að ná samkomulagi að óbreyttu. Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ítrekar fyrra tilboð félagsins um lausn málsins.

3.Gjaldskrá vegna HU-01 og FE-01

201807101

Skv. samningi hefur verðskrá vatnsgjalda Sjóbaða ehf vegna nýtingar vatns úr holum HU-01 og FE-01 til reksturs baðaðstöðu á Höfða, verið endurskoðuð og uppfærð m.v. raunnotkun vatns árið 2019.
Framkvæmdastjóri fór yfir forsendur vatnsgjalda Sjóbaða ehf eftir yfirferð verðskrár m.t.t. raunnotkunar vatns eftir fyrsta rekstrarár félagsins.

4.Innheimta rotþróargjalda 2019

201912003

Framkvæmdastjóri og verkefnastjóri á framkvæmdasviði fara yfir stöðu rotþróarmála í Norðurþingi og innheimtu gjalda vegna tæminga rotþróa árin 2018 og 2019.
Jónas Einarsson kom inn á fundinn og fór yfir fyrirkomulag við losun rotþróa í Norðurþingi.

5.Málefni Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs 2020

202001091

Fulltrúar Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs gera grein fyrir málefnum félagsins.
Kristján Þórhallur Halldórsson stjórnarformaður HÖ og Gunnþóra Jónsdóttir framkvæmdastjóri, gera grein fyrir málefnum Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf, mögulegri hlutafjárhækkun og öðrum málum er snerta uppbyggingu og rekstur veitunnar.

Stjórn OH þakkar forsvarsmönnum HÖ fyrir yfirferð á stöðu þeirra mála er snerta veituna og styður áform um hlutafjáraukningu til þess að mæta þeim framkvæmdum sem fyrir liggja og nauðsynlegar eru.

6.Prókúra á reikninga OH

202001092

Óskað er staðfestingar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf á handhafa prókúru á reikninga félagsins.
Udirritun stjórnar OH vegna heimilda og afturköllunar prókúru að reikningum félagsins.

7.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH

201905094

Framvkæmdastjóri skýrir stöðu málsins og möguleg næstu skref í verkefninu.
Framkvæmdastjóri og lögmaður OH, Eiríkur S. Svavarsson skýra málefni orkustöðvar á Húsavík. Fjallað verður nánar um málið á næsta stjórnarfundi félagsins.

8.Skuldastaða einstakra viðskiptavina OH

201907073

Gengið hefur verið frá samkomulagi við einstaka viðskiptavini OH um greiðslur útistandandi skulda vegna veitugjalda.
Samningar um greiðslu útistandanandi skulda einstakra viðskiptavina kynntir fyrir stjórn OH.

9.Úrskurður Samgönguráðuneytis um vatnsgjald

201905114

Í kjölfar úrskurðar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í tengslum við arðsemi vatnsveitna sveitarfélaga, er unnið að því á vettvangi Samorku og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga að skýra 10 gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga m.t.t. þeirra heimilda. Þó liggur fyrir að svara þarf erindi ráðuneytisins hvað varðar útreikning vatnsgjalda sveitarfélagsins sem innheimt eru með fasteignagjöldum sem hlutfall af fasteignamati.
Framkvæmdastjóri fór yfir málið og kynnti hvernig það verður unnið áfram innan OH og Norðurþings.

10.Vatnslögn í landi Stekkjarholts í Reykjahverfi

201912002

Fyrir liggur krafa landeiganda Stekkjarholts í Reykjahverfi um afturvirkar leigugreiðslur frá 1. júní 1999 vegna legu veitulagnar OH um land Stekkjarholts að upphæð 24,7 m.kr. Taka þarf afstöðu til kröfunnar og afgreiðslu hennar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf hafnar kröfu landeiganda m.a. í ljósi þeirrar staðreyndar að núverandi lögn liggur í sama lagnarstæði og áður sem verið hefur óbreytt allt frá árinu 1970. Í engu hefur verið hreyft við mótmælum eða athugasemdum við heitavatnslögnina í þessu lagnastæði á hefðartíma hennar fram til 1990.

Fundi slitið - kl. 17:00.