Fara í efni

Aðalfundur Mýsköpunar 6.des. 2019

Málsnúmer 201912001

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 201. fundur - 22.01.2020

Aðalfundur Mýsköpunar ehf var haldinn föstudaginn 6. desember 2019.
Á fundinum var farið yfir helstu atriði í starfsemi félagsins og rætt um næstu skref.

Vakin er sérstök athygli á eftirfaraandi bókun fundarins sem er svohljóðandi.

6B) Endurnýjun á umboði til að auka hlutafé.
Aðalfundur MýSköpunar ehf samþykkti að veita stjórn félagsins umboð til að auka hlutafé MýSköpunar ehf um allt að 24.000.000. kr. á næsta ári.
Núverandi hluthafar fá tvo mánuði til að auka hlut sinn í samræmi við núverandi hlutdeild og skrá sig fyrir auknum hlut.
Eftir það geta einstakir hluthafar eða utanaðkomandi aðilar skráð sig fyrir auknum eða nýjum hlut.
Tillagan samþykkt samhljóða og stjórn falið að útfæra hlutafjáraukninguna.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf tekur vel í að leggja verkefninu fé í formi aukins hlutafjár og samþykkir að félagið haldi sínum hlut í Mýsköpun ehf (4,18%). Framkvæmdastjóra falið að tilkynna ákvörðun stjórnar OH til félagsins. Stjórnarformanni er jafnframt falið að hafa samband við forsvarsmenn Mýsköpunar ehf og kalla eftir kynningu á verkefninu fyrir næsta fund stjórnar OH.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 202. fundur - 20.02.2020

Hjörleifur Einarsson kynnir framtíðaráætlanir Mýsköpunar ehf.
Lagt fram til kynningar.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 205. fundur - 07.05.2020

Á 201 fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. var bókuð ákvörðun stjórnar um þátttöku OH í hlutafjáraukningu Mýsköpunar ehf.
Staðfesting á þátttöku OH í hlutafjáraukningu MýSköpunar ehf. kynnt fyrir stjórn OH.