Orkuveita Húsavíkur ohf

202. fundur 20. febrúar 2020 kl. 08:30 - 11:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Hjörleifur Einarsson frá Mýsköpun sat fundinn undir fundarlið nr. 10.

1.Bakkakrókur ehf óskar eftir byggingarlóð merkt E1 á deiliskipulagi á Bakka

201911099

Félaginu Bakkakrók ehf. hefur verið úthlutað byggingalóð sem merkt er E1 á deiliskipulagi fyrir iðnaðarasvæðið á Bakka. Félagið hefur í framhaldinu óskað eftir tengingum við heitt og kalt vatn við lóðarmörk ásamt tengingu við fráveitu. Í tilfelli hitaveitu eru innviðir ekki til staðar á Bakka en nokkuð einfalt er að ná í tengingar við stofna fráveitu og kalt neysluvatn.
Stjórn OH samþykkir að farið verði í þá vinnu sem nauðsynleg er til þess að útvega Bakkakróki ehf. kalt vatn og tengja lóð E1 fráveitu. Afhending á heitu vatni til húshitunar þarfnast nánari skoðunar.

2.Borun eftir vatni á Höfða vegna Sjóbaða

201910173

Framkvæmdastjóri kynnir frumniðurstöður borana eftir vatni á Húsavíkurhöfða sem fram fóru í janúar sl.
Framkvæmdastjóri kynnti frumniðurstöður borunar eftir heitu vatni á Höfða.

3.Framkvæmdaáætlun OH 2020

201910089

Þörf er á endurskoðun framkvæmdaáætlunar OH fyrir árið 2020. Breyttar forsendur og verkefnastaða kalla á að forgangsröðun verði breytt og verkefnum hliðrað til í tíma.
Skynsamlegt kann að vera í ljósi fjölda aðkallandi verkefna að fresta framkvæmdum við veitulögn í Reykjhverfi frá Þverá að Skarðahálsi og setja fjármagn í þau verkefni sem nauðsynlega þarf að framkvæma í sumar. Þau helstu eru eftirfarandi.

1. Veitulagnir um Höfðagöng (fráveita og kalt vatn)
2. Veitulagnir að lóð E1 á Bakka.
3. Endurnýjun veitulagna við Reykjaheiðarveg (allar)
4. Endurnýjun varmaskiptis í orkustöð (sumarverkefni).
5. Endurnýjun veitulagna fyrir kalt vatn í Hrísateig.
6. Uppsetning dælu á Hvervöllum fyrir Reykjahverfi.
7. Breyting heimæða vegna byggingaframkvæmda við Gr.garð
8. Endurnýjun Laxamýri-Hrísateigur DN100 (4") ca. 1,8 km
Stjórn telur nauðsynlegt að framkæmdaáætlun verði uppfærð m.t.t. knýjandi verkefna sem bíða framkævmda og til samræmis við það sem lagt er upp með, enda feli breytingarnar ekki í sér auknar fjárveitingar til verkefna umfram það sem samþykkt hefur verið í tengslum við fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2020.

4.Reykjaheiðarvegur - Yfirborðsfrágangur

201807037

Til kynningar fyrir stjórn OH er samanburður tilboða sem bárust í verk sem snýr að gatnagerð og endurnýjun veitulagna við Reykjaheiðarveg ásamt helstu verkgögnum sem tengjast verkinu.
Lagt fram til kynningar.

5.Ósk um frávik frá samningi um greiðslu hlutafjár

202002042

Sjóböð ehf. hafa óskað eftir því við stjórn OH að skoðað verði hvort mögulegt sé að greiðslur vatnsgjalda árið 2020 geti gengið upp í greiðslu vegna innköllunar hlutafjár í félagið frá því á síðasta ári.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. hafnar ósk Sjóbaða ehf. um að greiðslur vatnsgjalda gangi upp í hlutafjárkaup vegna þátttöku OH í hlutafjáraukningu félagsins frá síðasta ári, enda liggur fyrir undiritað samkomulag milli aðila um að aukið hlutfé OH komi til lækkunar á stofnkostnaði OH vegna uppbyggingu innviða sjóbaða á Höfða.

6.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH

201905094

Tveir samningafundir eru að baki milli OH og Þingorku þar sem rædd hefur verið möguleg aðkoma félaganna að raforkframleiðslu með lágvarma í orkustöð OH á Húsavík. Þriðji samningafundur á milli aðila er áætlaður föstudaginn 21. febrúar. Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefnisins og þá nálgun sem kynnt hefur verið.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefnisins.
Stjórn OH felur framkvæmdastjóra að búa til greinargerð/minnisblað fyrir næsta fund stjórnar þar sem teknar verða saman lykiltölur og helstu niðurstöður viðræðna ásamt mögulegum sviðsmyndum um framhald verkefnisins.

7.Hönnun Stangarbakkastígs.

201808065

Til kynningar fyrir stjórn OH er niðurstaða uppgjörs vegna framkvæmda við safnlögn og upphitaðan göngustíg við Stangarbakka á Húsavík.
Lokauppgjör vegna framkvæmdar við Stangarbakkastíg lagt fram til kynningar.

8.Úrskurður Samgönguráðuneytis um vatnsgjald

201905114

Framkvæmdastjóri fer yfir úrskurð Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins er snýr að vatnsgjöldum sveitarfélaga ásamt því svarbréfi sem sent var á ráðuneytið í tengslum við málið.
Lagt fram til kynningar.

9.Varmaskiptir í orkustöð

202002050

Fyrir liggur endurnýjun á plötum og þéttingum í neyðarvarmaskipti í orkustöð OH við Hrísmóa, en umræddur varmaskiptir gegnir í dag lykilhlutverki í hitaveitustarfsemi félagsins eftir að raforkuframleiðsla með Kalina-tækni lagðist af árið 2008.
Viðhaldskostnaður er umtalsverður og er óskað afstöðu stjórnar OH til framkvæmdarinnar.
Stjórn OH gerir ekki athugasemdir við áform um nauðsynlegt viðhald varmaskiptis í orkustöð.

10.Aðalfundur Mýsköpunar 6.des. 2019

201912001

Hjörleifur Einarsson kynnir framtíðaráætlanir Mýsköpunar ehf.
Lagt fram til kynningar.

11.OH - Önnur mál 2020

202002058

Önnur mál sem borin eru upp á 202. fundi stjórnar OH.

Undirritun umboðs vegna aðalfunda hlutdeildarfélaga OH 2020.
Stjórn OH veitir stjórnarformanni og til vara framkvæmdastjóra OH umboð til þess að fara með atkvæði félagsins á aðalfundum tengdra félaga Orkuveitu Húsavíkur ohf árið 2020.

Fundi slitið - kl. 11:40.