Fara í efni

Bakkakrókur ehf óskar eftir byggingarlóð merkt E1 á deiliskipulagi á Bakka

Málsnúmer 201911099

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 52. fundur - 26.11.2019

Bakkakrókur ehf óskar eftir byggingarlóð E1/Bakkavegur 4 skv. deiliskipulagi á Bakka. Ætlunin er að byggja þar upp þjónustumiðstöð fyrir iðnfyrirtæki á svæðinu.
Friðrik Sigurðsson mætti til fundarins og gerði grein fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Bakkakrók ehf verði úthlutað lóðinni. Minnt er á að ekki er komin vegtenging fyrir lóðina til samræmis við skipulag. Ennfremur eru skráðar fornleifar innan lóðarinnar sem ekki má raska nema að höfðu samráði við Minjastofnun Íslands.

Sveitarstjórn Norðurþings - 97. fundur - 04.12.2019

Eftirfarandi var tekið fyrir á 52. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs;Bakkakrókur ehf óskar eftir byggingarlóð E1/Bakkavegur 4 skv. deiliskipulagi á Bakka. Ætlunin er að byggja þar upp þjónustumiðstöð fyrir iðnfyrirtæki á svæðinu.
Friðrik Sigurðsson mætti til fundarins og gerði grein fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Bakkakrók ehf verði úthlutað lóðinni. Minnt er á að ekki er komin vegtenging fyrir lóðina til samræmis við skipulag. Ennfremur eru skráðar fornleifar innan lóðarinnar sem ekki má raska nema að höfðu samráði við Minjastofnun Íslands.
Til máls tók Silja.

Samþykkt samhljóða.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 202. fundur - 20.02.2020

Félaginu Bakkakrók ehf. hefur verið úthlutað byggingalóð sem merkt er E1 á deiliskipulagi fyrir iðnaðarasvæðið á Bakka. Félagið hefur í framhaldinu óskað eftir tengingum við heitt og kalt vatn við lóðarmörk ásamt tengingu við fráveitu. Í tilfelli hitaveitu eru innviðir ekki til staðar á Bakka en nokkuð einfalt er að ná í tengingar við stofna fráveitu og kalt neysluvatn.
Stjórn OH samþykkir að farið verði í þá vinnu sem nauðsynleg er til þess að útvega Bakkakróki ehf. kalt vatn og tengja lóð E1 fráveitu. Afhending á heitu vatni til húshitunar þarfnast nánari skoðunar.