Fara í efni

Varmaskiptir í orkustöð

Málsnúmer 202002050

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 202. fundur - 20.02.2020

Fyrir liggur endurnýjun á plötum og þéttingum í neyðarvarmaskipti í orkustöð OH við Hrísmóa, en umræddur varmaskiptir gegnir í dag lykilhlutverki í hitaveitustarfsemi félagsins eftir að raforkuframleiðsla með Kalina-tækni lagðist af árið 2008.
Viðhaldskostnaður er umtalsverður og er óskað afstöðu stjórnar OH til framkvæmdarinnar.
Stjórn OH gerir ekki athugasemdir við áform um nauðsynlegt viðhald varmaskiptis í orkustöð.