Orkuveita Húsavíkur ohf

209. fundur 09. júlí 2020 kl. 13:00 - 14:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Deloitte ehf. segir sig frá endurskoðun OH fyrir árið 2020

202007002

Í ljósi niðurstöðu sameiginlegs útboðs í tengslum við endurskoðun sveitarfélagsins Norðurþings annarsvegar og Orkuveitu Húsavíkur ohf hinsvegar, var þess óskað að Deloitte ehf segði sig frá endurskoðun OH með formlegum hætti. Staðfesting þess efnis hefur borist Orkuveitu Húsavíkur ohf og liggur hún fyrir stjórn félagsins.
Lagt fram til kynningar.

2.Samningur um gerð ársreikninga Norðurþings og tengda vinnu 2020-2022

202006107

Fyrir stjórn OH liggur samningur milli Orkuveitu Húsavíkur ohf annarsvegar og Deloitte ehf hinsvegar um gerð ársreikninga OH og vinnu þeim tengdum fyrir árin 2020-2022.
Stjórn OH samþykkir að undirritaður verði samningur við Deloitte ehf um gerð ársreikninga Orkuveitu Húsavíkur ohf 2020-2022.

3.Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

202003079

Á 328. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um handþvottastöðvar til umfjöllunar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn OH telur sér ekki fært að verða við erindi Húsavíkurstofu að svo stöddu.

4.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH

201905094

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu mála er varða fyrirhugaða raforkuframleiðslu í orkustöð OH á Húsavík.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefnis er snýr að fyrirhugaðri raforkuframleiðslu í orkustöð OH á Húsavík.

5.Ósk um styrk til kaupa á spjaldtölvum vegna frístundastarfs

202007032

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur ósk frá félagsþjónustu Norðurþings um styrk til kaupa á spjaldtölvum til eflingar á frístundastarfi unmenna á aldrinum 10-16 með stuðning.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 200.000,- til kaupa á spjaldtölvum til eflingar á frístundarstarfi ungmenna með stuðning.

6.Staða framkvæmda OH 2020

202007039

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefna og framkvæmda sem í gangi eru hjá félaginu.

1. Endurnýjun stofnlagnar í Reykjahverfi.
2. Viðhaldsframkvæmdir við stonfnlögn til Húsavíkur.
3. Vatns- og fráveita frá Bakka í gegnum Höfðagöng.
4. Fjárfesting í nýjum "neyðar"varmaskipti í orkustöð.
5. Vatns- hita- og fráveita að lóð E1 á Bakka.
6. Endurnýjun veitulagna í Reykjaheiðarvegi.
7. Færsla veitulagna í Grundargarði og Ásgarðsvegi.
8. Framræsing yfirborðsvatns í Grundargarði.
9. Minnisvarði í tilefni 100 ára afmælis Rafveitu Húsavíkur.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefna OH sem eru á framkvæmdaáætlun 2020.

Fundi slitið - kl. 14:05.