Fara í efni

Bilun í stofnlögn neysluvatns við Ásgarðsveg

Málsnúmer 202010177

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 212. fundur - 29.10.2020

Til kynningar fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Þann 27. september sl. varð bilun í stofnæð neysluvatns sem tengir Húsavíkurbæ við vatnsból austan Húsavíkur.
Framkvæmdastjóri fór yfir afleiðingar bilunar í stofnæð neysluvatns við Ásgarðsveg.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 214. fundur - 16.12.2020

Í kjölfar bilunar sem varð í stofnlögn neysluvatns við Ásgarðsveg þann 27. sept. sl, liggur nú fyrir krafa um tjónabætur vegna vatnstjóns sem átti sér stað að Ásgarðsvegi 4, bæði innanhúss og á lóð fasteignarinnar. Óskað er afstöðu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. til bótakröfu tjónþola.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur framkvæmdastjóra að ræða við tryggingafélagið ásamt tjónþola varðandi lausn málsins.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 215. fundur - 21.01.2021

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur að taka afstöðu til afgreiðslu fyrirliggjandi bótakröfu Elliða Hreinssonar vegna vatnstjóns að Ásgarðsvegi 4 sem varð þann 27. sept. sl. í kjölfar bilunar í stofnlögn neysluvatns við Ásgarðsveg.
Stjórn OH hafnar greiðslu bóta með beinum hætti og felur framkvæmdastjóra að leiða málið til lykta með aðkomu tryggingafélags Orkuveitu Húsavíkur ohf.