Orkuveita Húsavíkur ohf

214. fundur 16. desember 2020 kl. 13:00 - 14:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Bilun í stofnlögn neysluvatns við Ásgarðsveg

202010177

Í kjölfar bilunar sem varð í stofnlögn neysluvatns við Ásgarðsveg þann 27. sept. sl, liggur nú fyrir krafa um tjónabætur vegna vatnstjóns sem átti sér stað að Ásgarðsvegi 4, bæði innanhúss og á lóð fasteignarinnar. Óskað er afstöðu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. til bótakröfu tjónþola.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur framkvæmdastjóra að ræða við tryggingafélagið ásamt tjónþola varðandi lausn málsins.

2.Samantekt gagna um stöðu fráveitumála árið 2018

202012087

Til kynningar fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fyrir liggja drög að skýrslu Umhverfisstofnunar í tengslum við stöðu fráveitumála á Íslandi fyrir árið 2018. Tekið hefur verið tillit til athugasemda sem gerðar voru af hálfu OH og sneru að losun í fráveitukerfi innan þéttbýlis Húsavíkur og fjölda persónueininga í tengslum við þá losun. Niðurstaðan er því til samræmis við það sem kom fram í skýrslu UST frá árinu 2014.
Lagt fram til kynningar.

3.Skuldastaða einstakra viðskiptavina OH

201907073

Trúnaðarmál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Niðurstaða færð í trúnaðarmálabók Orkuveitu Húsavíkur ohf.

4.Tilkynning vegna forkaupsréttar að fölum hlut í Sjóböðum ehf.

202012088

Fyrir liggur tilboð í falan hlut í Sjóböðum ehf., en skv. samþykktum félagsins hefur stjórn félagsins forkaupsrétt fyrir hönd Sjóbaða ehf. að fölum hlutum í félaginu. Að félaginu frágengnu hefur hluthafi forkaupsrétt að hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Forkaupsréttarhafi hefur tveggja mánaða frest til að beita forkaupsrétti sínum og telst fresturinn frá tilkynningu til stjórnar um tilboðið.
Óskað er afstöðu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. til forkaupsréttar félagsins í Sjóböðum ehf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. hyggst ekki nýta forkaupsrétt félagsins í tengslum við fyrirhugaða sölu á fölum hlut í Sjóböðum ehf.

5.Fundargerð stjórnarfundar HÖ 17. nóv. 2020

202012089

Fyrir liggur fundargerð stjórnarfundar Hitaveitu Öxarfjarðarhérðaðs hf. frá 17. nóvember 2020.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Aðalfundur Mýsköpunar ehf. 08. des. 2020

202012090

Aðalfundur Mýsköpunar ehf. var haldinn þann 8. desember 2020. Fyrir liggur ársreikningur félagsins ásamt fundardagskrá aðalfundar frá 8. des. sl.
Bergur Elías Ágústsson sat aðalfund Mýsköpunar ehf. sem haldinn var þann 8. des. sl. og fór hann yfir helstu liði fundarins.

7.Ósk um úrbætur á húsnæði Orkuveitu Húsavíkur að Vallholtsvegi 3

202011086

Fyrir liggur ósk frá félagsþjónustu Norðurþings varðandi úrbætur á húsnæði Orkuveitu Húsavíkur ohf. að Vallholtsvegi 3 vegna nýtingar félagsþjónustunnar á húsnæðinu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að ráðist verði í framkvæmdir í tengslum við flóttaleiðir úr húsnæði félagsins að Vallholtsvegi 3. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna þeirra framkvæmda innheimtist með húsaleigugreiðslum á næstu 12 mánuðum.

Fundi slitið - kl. 14:40.