Fara í efni

Ósk um úrbætur á húsnæði Orkuveitu Húsavíkur að Vallholtsvegi 3

Málsnúmer 202011086

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 79. fundur - 23.11.2020

Fjölskylduráð fjallar um þær úrbætur sem gera þarf á húsnæði sem Frístund - Orkan er í að Vallholtsvegi 3.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að ræða við Orkuveitu Húsavíkur um þær úrbætur sem þarf að gera á húsnæði OH við Vallholtsveg 3 og hvaða áhrif þær úrbætur hafa á leiguverð.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 214. fundur - 16.12.2020

Fyrir liggur ósk frá félagsþjónustu Norðurþings varðandi úrbætur á húsnæði Orkuveitu Húsavíkur ohf. að Vallholtsvegi 3 vegna nýtingar félagsþjónustunnar á húsnæðinu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að ráðist verði í framkvæmdir í tengslum við flóttaleiðir úr húsnæði félagsins að Vallholtsvegi 3. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna þeirra framkvæmda innheimtist með húsaleigugreiðslum á næstu 12 mánuðum.