Orkuveita Húsavíkur ohf

215. fundur 21. janúar 2021 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Karl V. Halldórsson, Verkstjóri OH og Jón Steindór Árnason, formaður stjórnar Sjóbaða ehf sátu fundinn undir fundarlið nr. 3.

1.Beiðni um gjaldfrítt hitaveituár í úthihúsum á Laxamýri árið 2021

202101083

Fyrir liggur beiðni frá Atla Vigfússyni bónda á Laxamýri þar sem farið er fram á gjaldfrítt hitaveituár í útihúsum á Laxamýri árið 2021.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. hafnar umræddri beiðni um gjaldfrítt hitaveituár, enda fari innheimta veitugjalda fram til samræmis við afhendingarhitastig hitaveituvatns að útihúsum á Laxamýri.

2.Bilun í stofnlögn neysluvatns við Ásgarðsveg

202010177

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur að taka afstöðu til afgreiðslu fyrirliggjandi bótakröfu Elliða Hreinssonar vegna vatnstjóns að Ásgarðsvegi 4 sem varð þann 27. sept. sl. í kjölfar bilunar í stofnlögn neysluvatns við Ásgarðsveg.
Stjórn OH hafnar greiðslu bóta með beinum hætti og felur framkvæmdastjóra að leiða málið til lykta með aðkomu tryggingafélags Orkuveitu Húsavíkur ohf.

3.Afhending vatns til Sjóbaða ehf

202101084

Í meðfylgjandi minnisblaði frá Jóni Steindóri Árnasyni, formanni stjórnar Sjóbaða ehf. eru rakin vandamál sem félagið hefur staðið frammi fyrir árið 2020 í tengslum við afhendingu jarðhitavökva úr holu HU-01 að sjóböðum á Höfða.
Karl V. Halldórsson, verkstjóri OH sat fundinn undir þessum fundarlið og Jón Steindór Árnason, formaður stjórnar Sjóbaða ehf. var í síma. Framkvæmdastjóra falið að taka saman stöðu þeirra mála sem þarfnast lausnar og snúa að rekstrarvandamálum í sjóböðum á Höfða vegna gasútskiljunar í jarðhitavökva úr holu HU-01, ásamt mögulegum lausnum til útbóta. Geinargerðinnni skal komið í hendur málsaðila til kynningar innan stjórna Sjóbaða ehf. Framkvæmdastjóra jafnframt falið að láta setja upp "shut-off" loka á fæðilögn HU-01.

4.Tilkynning vegna forkaupsréttar að fölum hlut í Sjóböðum ehf

202101088

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur að taka afstöðu til forkaupsréttar að fölum hlut í Sjóböðum ehf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. hyggst ekki nýta forkaupsrétt félagsins í tengslum við fyrirhugaða sölu á fölum hlut í Sjóböðum ehf.

5.Drög að tilboði varðandi langtíma nýtingu orkuvers OH til raforkuframleiðslu

202101085

Fyrir liggja drög að samkomulagi milli Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Varmaorku ehf. vegna nýtingar á orkustöð OH á Húsavík til raforkuframleiðslu úr afgangsvarma sem skilar sér til stöðvarinnar frá nýtingarsvæði OH að Hveravöllum í Reykjahverfi. Óskað er afstöðu stjórnar OH til meðfylgjandi samningsdraga Varamaorku ehf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. er ekki tilbúin til þess að samþykkja fyrirliggjandi samningsdrög.

Fundi slitið - kl. 11:00.