Fara í efni

Afhending vatns til Sjóbaða ehf

Málsnúmer 202101084

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 215. fundur - 21.01.2021

Í meðfylgjandi minnisblaði frá Jóni Steindóri Árnasyni, formanni stjórnar Sjóbaða ehf. eru rakin vandamál sem félagið hefur staðið frammi fyrir árið 2020 í tengslum við afhendingu jarðhitavökva úr holu HU-01 að sjóböðum á Höfða.
Karl V. Halldórsson, verkstjóri OH sat fundinn undir þessum fundarlið og Jón Steindór Árnason, formaður stjórnar Sjóbaða ehf. var í síma. Framkvæmdastjóra falið að taka saman stöðu þeirra mála sem þarfnast lausnar og snúa að rekstrarvandamálum í sjóböðum á Höfða vegna gasútskiljunar í jarðhitavökva úr holu HU-01, ásamt mögulegum lausnum til útbóta. Geinargerðinnni skal komið í hendur málsaðila til kynningar innan stjórna Sjóbaða ehf. Framkvæmdastjóra jafnframt falið að láta setja upp "shut-off" loka á fæðilögn HU-01.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 216. fundur - 18.02.2021

Til kynningar fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. er greinargerð sem inniheldur tillögur til lausna á vandamálum tengdum veitum sjóbaða á Höfða ásamt kostnaðarmati þeirra.
Lagt fram til kynningar.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 218. fundur - 19.04.2021

Til kynningar er afstaða stjórnar Sjóbaða ehf. í tengslum við afhendingarmál vatns til starfsemi sjóbaðanna á Höfða.
Orkuveita Húsavíkur hefur sett upp loka sem ætlað er að tryggja lokun fyrir rennsli jarðhitavökva inn í baðlaugar óháð virkni annars búnaðar Sjóbaðanna. Staða gastæmingar verður tekin að nýju þegar reynsla er komin á það gastæmingarferli sem stjórn OH horfir til.