Orkuveita Húsavíkur ohf

216. fundur 18. febrúar 2021 kl. 08:30 - 11:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Fyrirspurn um framkvæmdir vegna endurnýjunar stofnlagnar hitaveitu í Reykjahverfi

202102085

Atli Vigfússon, bóndi á Laxamýri óskar eftir upplýsingum um framgang verkefnis sem snýr að endurnýjun stofnlagnar hitaveitu í Reykjahverfi og hvenær fyrirhugað sé að ljúka þeirri framkvæmd. Núverandi hitastig hitaveituvatns er að sögn Alta ekki nægilegt og komi ekki til heitara vatn á næstunni er líklegt að ráðast þurfi í fjárfestingar á Laxamýri vegna kaupa og uppsetningar á búnaði til rafhitunar í tengslum við mjólkurframleiðslu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar fyrir erindið.
Verkefni OH sem snýr að endurnýjun stofnlagnar hitaveitu í Reykjahverfi er af þeirri stærðargráðu að því hefur af hagkvæmniástæðum verið skipt niður á þrjú ár. 1. hluti framkvæmdar við verkefnið hófst vorið 2019 þegar endurnýjaðar voru stofnlagnir veitunnar frá Hveravöllum að bænum Þverá í Reykjahverfi og lauk þeim verkhluta að hausti sama ár. Skv. verkáætlun stóð til að framkvæmdum yrði fram haldið vorið 2020, en áður en til þess kom barst tilkynning frá einum landeigenda í Reykjahverfi sem varð til þess að framkvæmdir hafa verið settar á ís um ótiltekinn tíma. Í þeirri tilkynningu kom fram að umræddur landeigandi legðist alfarið gegn því að hreyft yrði við veitulögnum OH sem liggja í hans landi. Jafnframt var Orkuveitu Húsavíkur stefnt fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra til greiðslu 24,7 mkr. á grundvelli landleigu sem ákvörðuð hefur verið einhliða af landeiganda. Krafist er leigutekna vegna lagnastæðis OH sem verið hefur í umræddu landi frá árinu 1970 og reiknar stefnandi leigutekjur frá júní 1999. Þar til fundin hefur verið lausn á málinu munu framkvæmdir við endurnýjun stofnlagnar hitaveitu í Reykjahverfi liggja niðri og mun sú ákvörðun einnig hafa áhrif á framkvæmdir við veitutengingar sumarhúsa í Aðaldal.

2.Fundargerð stjórnarfundar HÖ 01. feb. 2021

202102087

Til kynningar fyrir stjórn OH er fundargerð frá fundi stjórnar Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf, sem haldinn var í Öxi á Kópaskeri þann 1. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

3.Afhending vatns til Sjóbaða ehf

202101084

Til kynningar fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. er greinargerð sem inniheldur tillögur til lausna á vandamálum tengdum veitum sjóbaða á Höfða ásamt kostnaðarmati þeirra.
Lagt fram til kynningar.

4.Áhugakönnun á kaupum Tengis hf á ljósleiðarakerfi OH

201905133

Fyrir liggur tilboð frá Tengi hf. varðandi kaup á innviðum tengdum fjarskiptum sem Orkuveita Húsavíkur ohf. á og rekur, að mestu í tengslum við eftirlit búnaðar félagsins. Óskað er afstöðu stjórnar OH til tilboðsins ásamt uppleggi Tengis hf. varðandi greiðslufyrirkomulag.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar fyrir erindið. Framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna og leggja málið fyrir til ákvarðanatöku á næsta fundi stjórnar.

5.Verktakakostnaður OH árið 2020

202102088

Tekinn hefur verið saman heildarkostaður Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna verkkaupa félagsins á síðasta rekstrarári og hann sundurliðaður niður á verktaka. Verktakakostnaður OH fyrir árið 2020 er lagður fyrir stjórn OH til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

6.Uppgjör veituskulda vegna Hafralækjarskóla

202102089

Fyrir liggur tillaga sveitarstjóra Þingeyjarsveitar að uppgjöri sveitarfélagsins á uppsöfnuðum veituskuldum vegna Hafralækjarskóla. Óskað er afstöðu stjórnar Orkuveitu Húsvíkur ohf. á tillögu Þingeyjarsveitar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur framkvæmdastjóra að gera samkomulag um uppgjör gjaldfallinnar veituskuldar Þingeyjasveitar gagnvart OH sem í lok árs 2020 er kr. 7.788.588.

7.Veitutengingar Útgarður 4 og 6

202009101

Samkvæmt samþykktri verðskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf. frá árinu 2008 ásamt framlögðum reikningum sem jafnframt hafa verið greiddir af Dvalarheimilinu Hvammi frá sama tíma, má ljóst vera að heimæðagjöld vegna Útgarðs 4 hafa að fullu verið gerð upp gagnvart Orkuveitu Húsavíkur ohf. og til samræmis við stærð veitutenginga sem um ræðir. Heimlögn fyrir heitt vatn, kr. 218.283, heimlögn fyrir kalt vatn, kr. 160.840. Því til viðbótar hefur Dvalarheimilið Hvammur greitt kr. 518.164 vegna heimlagnar fyrir kalt vatn en sú greiðsla er þó ekki skýrð frekar. Sverleiki heimæða gerir ráð fyrir aukningu byggingamagns í Útgarði 4-8.
Þessu til staðfestingar eru lagðir fram greiddir reikningar Dvalarheimilisins Hvamms vegna tengigjalda ásamt samþykktri gjaldskrá OH frá sama tíma.
Lagt fram til kynningar.

8.Tekjur OH vegna snjóbræðslu á árinu 2020

202102105

Til kynningar fyrir stjórn OH.
Fyrir liggur sundurliðun tekna Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna snjóbræðslu innan þéttbýlis á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Hrafnabjargavirkjunar 2021

202102119

Aðalfundur Hrafnabjargavirkjunar hf. verður haldinn föstudaginn 26. febrúar.
Aðalfundur Hrafnabjargavirkjunar hf. verður haldinn föstudaginn 26. febrúar nk. Formaður stjórnar OH, Sigurgeir Höskuldsson fer með umboð Orkuveitu Húsavíkur ohf. á aðalfundi félagsins og Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri til vara.

Fundi slitið - kl. 11:35.