Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

213. fundur 11. nóvember 2020 kl. 08:30 - 12:42 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Snæbjörn Sigurðarson sat fundinn undir fundarlið nr. 1.

1.Íslandsþari ehf. - Ósk um viðræður

Málsnúmer 202010004Vakta málsnúmer

Á 212 fundi stjórnar OH var tekin til umræðu ósk Íslandsþara ehf. um viðræður vegna uppbyggingar innviða og orkuafhendingar í tengslum við áform félagsins um þurrkun Tröllaþara á Húsavík. Þá var stefnt að því að fá fulltrúa Íslandsþara ehf. inn á fund stjórnar OH til þess að lýsa verkefninu, m.a. með tilliti til aðkomu Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri Íslandsþara ehf. kynnti áætlanir félagsins, vinnsluaðferðir varðandi þurrkun og vinnslu á Töllaþara á Húsavík ásamt nýtingarmöguleikum afurða. Skoðuð verði gerð viljayfirlýsingar milli Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Íslandsþara ehf. í tengslum orkuafhendingu í tengslum við verkefnið.
Stjórn OH þakkar Snæbirni fyrir kynninguna.

2.Vatnsból vatnsveitu á Húsavík

Málsnúmer 202011024Vakta málsnúmer

í ljósi þeirra verkefna sem horft er til að staðsett verði á iðnaðarlóðum sunnan Húsavíkur, hefur verið óskað eftir kostnaðarmati frá verkfræðistofunni Vatnaskilum varðandi greiningu á möguleikum til aukinnar vatnstöku úr vatnsbóli Húsavíkur, austan og ofan bæjarins. Verði niðurstaða þeirrar greiningar jákvæð yrði með nokkuð hagkvæmum hætti, mögulegt að mæta fyrirsjáanlegri eftirspurn eftir neysluvatni/kælivatni að iðnaðarsvæði sunnan Húsavíkur með hækkun þrýstings í núverandi stofnlögn vatnsveitu.
Kallað er eftir afstöðu stjórnar OH til verkefnisins og hvort halda skuli áfram á þeim nótum sem þar er lagt upp með.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. telur mikilvægt að fyrir liggi mat á afkastagetu vatnsbóls ofan Húsavíkur og samþykkir að ganga til samninga við verfræðistofuna Vatnaskil varðandi greiningar á þeim málum.

3.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021

Málsnúmer 202006044Vakta málsnúmer

Í gögnum sem lögð voru fram í byggðaráði Norðurþings þann 05.11.2020 í tengslum við umræður um fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2021, eru þær forsendur lagðar til grundvallar að vatnsgjald, annar af tveimur gjaldstofnum Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem inneimtir eru með fasteignagjöldum sveitarfélagsins, skuli taka 50% lækkun á milli ára. Þetta er gert til þess að mæta hækkunum gjaldstofna sveitarfélagsins, t.a.m. sorphirðugjöldum.
Óskað er afstöðu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. til umræddrar lækkunar vatnsgjalds og þeirra afleiðinga sem sú tekjuskerðing OH myndi hafa á rekstur og afkomu félagsins, en ekki síður hvernig sú aðgerð endurspeglast í nýlega samþykktri rekstrarstefnu félagsins.

"Stjórn skal við áætlanagerð á hverju ári setja félaginu markmið fyrir komandi ár, þ.á.m. um EBITDA-afkomu, eiginfjárhlutfall í lok árs, áætlaða ávöxtun eigin fjár í hverjum rekstrarþætti félagsins og hreint veltufé frá rekstri.
Stjórn skal við áætlanagerð og uppgjör aðgreina hvert rekstrarsvið (hitaveita, vatnsveita, fráveita o.s.frv.) félagsins sérstaklega.
Við áætlanagerð skal tryggt að fjárfestingarstefnu félagsins sé fylgt."
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. heimilar tímabundna 50% lækkun vatnsgjalds vegna A-húsnæðis í Norðurþingi, úr 0,1% af fasteignamati húsnæðis í 0,05%. Tekjuskerðing OH vegna þeirrar lækkunar árið 2021 er áætluð kr. 15.867.105.

Bergur Elías óskar bókað: Tel það í alla staði skynsamlegra fyrir Orkuveitu Húsavíkur og og viðskiptaavini hennar að frysta alla gjaldskrárliði nema  gjaldskrá hitaveitu sem hægt er að lækka á milli ára. Niðurstaða þessa gæti orðið betri fyrir heimili á starfssvæði veitunnar en núverandi tillaga felur í sér.

4.Rekstraráætlun OH 2021

Málsnúmer 202010176Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppfærð rekstraráætlun OH fyrir árið 2021 með áorðnum breytingum vegna lækkunar vatnsgjalds A-húsnæðis úr 0,1% af fasteignamati í 0,05%
Stjórn OH samþykkir fyrirliggjandi rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2021. Áætluð rekstrarniðurstaða m.v. breyttar forsendur er kr. 86.810.915. Í ljósi samfélagsaðstæðna tekur stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þá ákvörðun að víkja frá þeirri arðsemiskröfu sem fram kemur í rekstrarstefnu félagsins.

5.Breytingar á kjörum kjörinna fulltrúa og æðstu stjórnenda sveitarfélagsins

Málsnúmer 202010090Vakta málsnúmer

Gert er ráð fyrir í launaáætlun nefnda og ráða að laun fyrir setu í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. á árinu 2021 taki þeim breytingum sem samþykktar voru í byggðarráði þann 15. október sl.
Lagt fram til ákvörðunar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn OH samþykkir breytingar í launaáætlun nefnda og ráða sem samþykktar voru í byggðarráði þann 15. október s.l.

6.Framkvæmdaáætlun OH 2021

Málsnúmer 202009099Vakta málsnúmer

Lögð fyrir stjórn OH til ákvörðunar og samþykktar eru drög að framkvæmdaáætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir rekstrarárið 2021.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun vegna rekstrarársins 2021.

7.Endurnýjun þjónustubifreiða OH

Málsnúmer 202011025Vakta málsnúmer

Endurnýjunarþörf þjónustubifreiða Orkuveitu Húsavíkur ohf. er orðin nokkuð augljós og töluverð skynsemi fólgin í því að gera ráð fyrir fjármögnun vegna endurnýjunar ökutækja í fjárfestingaáætlun félagsins fyrir árið 2021.
Fyrir liggur kauptilboð frá Toyota sem stjórn OH þarf að taka afstöðu til í tengslum við fjárfestingar OH 2021.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyirliggjandi endurnýjun þjónustubifreiðar félagsins á næsta ári.

8.Áskorun frá Geosea ehf. vegna reksturs veitukerfa á Höfða

Málsnúmer 202011026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá rekstrarstjóra Geosea ehf., Sólveigu Ásu Arnarsdóttur í tengslum við rekstur veitukerfa OH á Höfða og vaxandi vandamála vegna gasútskiljunar í veitulögn frá holu HU-01.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu veitumála í tengslum við gasútskiljun í lögnum að Sjóböðum. Unnið er að úrbótum sem felast í því að gasið verði rekið til baka í gasskiljuna við holu HU-01 og standa vonir til þess að með þeirri aðgerð verði hægt að leysa vandamálið með sjálfvirkum hætti.

9.Gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2021

Málsnúmer 202011029Vakta málsnúmer

Óskað er afstöðu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. til breytinga á gjaldskrá félagsins fyrir árið 2021.

https://www.oh.is/static/files/Verdskra/gjaldskra-orkuveitu-husavikur.pdf
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. tekur þá ákvörðun að hækka ekki gjaldskrá félagsins að svo stöddu.

Bergur Elías Ágústsson ítrekar afstöðu sína sem fram kemur í máli nr. 3 á þessum fundi.

10.Gjaldskrá rotþróargjalda 2021

Málsnúmer 202011028Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur tillaga að endurskoðaðri og einfaldaðri gjaldskrá rotþróargjalda í Norðurþingi. Gjaldskránni er ætlað að endurspegla raunkostnað OH vegna tæmingar rotþróa í sveitarfélaginu og tekur mið af þeim verðum sem innheimt eru hjá hreinsunaraðila.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrárdrög og vísar henni til annarar umræðu í sveitarstjórn.

11.Heimildir Orkuveitu Húsavíkur ohf. til úthlutunar arðs

Málsnúmer 202011032Vakta málsnúmer

Til skoðunar hefur verið, í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu samstæðu Norðurþings, hvort hagkvæmt eða æskilegt sé að Orkuveita Húsavíkur ohf. greiði arð til eigenda sinna á næsta ári. Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur að meta möguleikann á því og þá jafnframt hvaða fjárhæð væri þá um að ræða.
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. telur möguleika til greiðslu arðs á árinu 2021, allt að 60 mkr.

Fundi slitið - kl. 12:42.