Fara í efni

Breytingar á kjörum kjörinna fulltrúa og æðstu stjórnenda sveitarfélagsins

Málsnúmer 202010090

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 342. fundur - 15.10.2020

Sveitarstjóri leggur fram minnisblað. Í skjalinu kemur fram að erfiðleikar í rekstri sveitarfélaga vegna heimsfaraldursins séu óumdeildir og Norðurþing sé engin undantekning í þeim efnum. Útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2020 bendir til þess að Norðurþing skili umtalsverðum hallarekstri og sömuleiðis á árinu 2021.

Með það að markmiði að halda í störf og auka ekki á atvinnuleysisvandann í sveitarfélaginu og þar með hættuna á brottflutningi fólks, er engu að síður mikilvægt að grípa til hagræðingaraðgerða alstaðar þar sem því verður við komið.
Byggðarráð leggur til að kjör kjörinna fulltrúa og nefndamanna lækki frá 1. janúar 2021 til þeirrar fjárhæðar sem launin námu við upphaf kjörtímabilsins, þ.e. stuðst verður við viðmiðunarfjárhæð þingfararkaups frá þeim tíma við útreikning launa. Um er að ræða liðlega 6% lækkun, við það sparist kostnaður vegna starfa sveitarstjórnar, ráða og nefnda (þ.m.t. hverfisráða), sem nemur um 3,6 mkr. Lækkunin gildir út árið 2021.

Sveitarstjóri leggur til að laun sveitarstjóra Norðurþings lækki um sama hlutfall eða 6% frá 1. janúar 2021. Sú skerðing er hagræðing uppá liðlega 1,3 mkr að meðtöldum launatengdum gjöldum. Lækkunin gildir út árið 2021.

Jafnframt leggur sveitarstjóri til, að höfðu samráði við æðstu stjórnendur, að samningsbundnum launahækkunum þeirra í janúar 2021 verði seinkað til 1. júlí 2021. Slíkt samkomulag við æðstu stjórnendur nemur hagræðingu uppá u.þ.b. 2,7 mkr með launatengdum gjöldum.

Tillögu byggðarráðs um breytingu á kjörum kjörinna fulltrúa er vísað til sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um lækkun á kjörum sveitarstjóra og seinkun launahækkana æðstu stjórnenda sveitarfélagsins.



Sveitarstjórn Norðurþings - 107. fundur - 20.10.2020

Á 342. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð leggur til að kjör kjörinna fulltrúa og nefndamanna lækki frá 1. janúar 2021 til þeirrar fjárhæðar sem launin námu við upphaf kjörtímabilsins, þ.e. stuðst verður við viðmiðunarfjárhæð þingfararkaups frá þeim tíma við útreikning launa. Um er að ræða liðlega 6% lækkun, við það sparist kostnaður vegna starfa sveitarstjórnar, ráða og nefnda (þ.m.t. hverfisráða), sem nemur um 3,6 mkr. Lækkunin gildir út árið 2021.

Tillögu byggðarráðs um breytingu á kjörum kjörinna fulltrúa er vísað til sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Helena og Hjálmar.

Samþykkt samhljóða.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 213. fundur - 11.11.2020

Gert er ráð fyrir í launaáætlun nefnda og ráða að laun fyrir setu í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. á árinu 2021 taki þeim breytingum sem samþykktar voru í byggðarráði þann 15. október sl.
Lagt fram til ákvörðunar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn OH samþykkir breytingar í launaáætlun nefnda og ráða sem samþykktar voru í byggðarráði þann 15. október s.l.