Fara í efni

Gjaldskrá rotþróargjalda 2021

Málsnúmer 202011028

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 213. fundur - 11.11.2020

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur tillaga að endurskoðaðri og einfaldaðri gjaldskrá rotþróargjalda í Norðurþingi. Gjaldskránni er ætlað að endurspegla raunkostnað OH vegna tæmingar rotþróa í sveitarfélaginu og tekur mið af þeim verðum sem innheimt eru hjá hreinsunaraðila.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrárdrög og vísar henni til annarar umræðu í sveitarstjórn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 83. fundur - 17.11.2020

Fyrir liggur hver gjaldskrá vegna tæminga rotþróa í Norðurþingi þarf að vera til þess að standa undir kostnaði við þjónustuna. Uppfærð gjaldskrá vegna hreinsunar og tæminga rotþróa í Norðurþingi fyrir árið 2021 hefur verið samþykkt í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. og er nú lögð fyrir skipulags- og framkvæmdaráð til umræðu og samþykktar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar.