Fara í efni

Heimildir Orkuveitu Húsavíkur ohf. til úthlutunar arðs

Málsnúmer 202011032

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 213. fundur - 11.11.2020

Til skoðunar hefur verið, í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu samstæðu Norðurþings, hvort hagkvæmt eða æskilegt sé að Orkuveita Húsavíkur ohf. greiði arð til eigenda sinna á næsta ári. Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur að meta möguleikann á því og þá jafnframt hvaða fjárhæð væri þá um að ræða.
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. telur möguleika til greiðslu arðs á árinu 2021, allt að 60 mkr.

Byggðarráð Norðurþings - 345. fundur - 12.11.2020

Á 213. fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. þann 11. nóvember sl. var bókað;
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf telur möguleika til greiðslu arðs á árinu 2021, allt að 60 mkr.

Byggðarráð vísar frekari umræðum um arðgreiðslur til næsta fundar ráðsins og felur sveitarstjóra að vinna fjárhagsáætlun sveitarfélagsins miðað við það að til arðgreiðslu upp á 60 milljónir króna komi. Samþykkt með atkvæðum Helenu og Kolbrúnar Ödu. Hafrún situr hjá.

Hjálmar Bogi óskar bókað;
Undirritaður kýs að styðja ekki málið og telur það ekki tækt á borði byggðarráðs. Stjórnarfundur stjórnar OH ohf. var aðeins í gær þar sem meirihluti stjórnar samþykkti arðgreiðslur.

Byggðarráð Norðurþings - 346. fundur - 26.11.2020

Á 213. fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. var bókað;
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. telur möguleika til greiðslu arðs á árinu 2021, allt að 60 mkr.
Kolbrún Ada kemur aftur inn á fund kl. 11:01.

Helena leggur til við sveitarstjórn að Orkuveita Húsavíkur ohf. greiði eiganda sínum arð á næstu árum og vísar tillögunni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Helenu og Kolbrúnar Ödu.
Hafrún situr hjá.

Hjálmar Bogi óskar bókað;
Undirritaður er ekki sammála afgreiðslu byggðarráðs.

Sveitarstjórn Norðurþings - 108. fundur - 01.12.2020

Á 346. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Helena leggur til við sveitarstjórn að Orkuveita Húsavíkur ohf. greiði eiganda sínum arð á næstu árum og vísar tillögunni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Helenu og Kolbrúnar Ödu.
Hafrún situr hjá.

Hjálmar Bogi óskar bókað;
Undirritaður er ekki sammála afgreiðslu byggðarráðs.
Til máls tóku; Helena, Bergur, Kristján, Hafrún og Hjálmar.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Helenu, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Bergur, Hjálmar og Hrund greiða atkvæði á móti.
Hafrún og Heiðbjört sitja hjá.