Fara í efni

Aftöppun á kælikerfum hjá PCC BakkiSilicon hf.

Málsnúmer 202008042

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 75. fundur - 18.08.2020

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur til kynningar svar Umhverfisstofnunar varðandi samþykki stofnunarinnar um leyfi til að tappa af kælikerfum verksmiðjunnar hjá PCC.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til umfjöllunar og ákvörðunar hjá Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem hefur umsjón með uppbyggingu og rekstri fráveitukerfa í Norðurþingi.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 211. fundur - 24.09.2020

Fyrir liggur erindi sem vísað hefur verið til stjórnar OH, en á 75. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til umfjöllunar og ákvörðunar hjá Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem hefur umsjón með uppbyggingu og rekstri fráveitukerfa í Norðurþingi.
Óskað er afstöðu stjórnar OH til fyrirhugaðrar aftöppunar kælivatns af kælikerfum PCC BakkiSilicon hf. inn í fráveitukerfi sveitarfélagsins.
Aftöppun kælivatns frá verksmiðju PCC hefur þegar farið fram og eftir leiðum sem lagt var upp með í erindi frá PCC BakkiSilicon hf.