Fara í efni

Efnavöktun í vinnsluholum OH

Málsnúmer 201810145

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 183. fundur - 01.11.2018

Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna efnagreininga úr vinnsluholum Orkuveitu Húsavíkur ohf á Hveravöllum.
Orkuveitum er ekki gert skylt að skila slíkum greiningum til Orkustofnunar með reglulegum hætti, en slík gögn geta þó verið gagnleg veitunum sjálfum í tengslum við sína starfsemi.
Lagt er til að gerð verði áætlun innan OH um efnagreiningar, annars vegar á Hveravöllum og hins vegar í orkustöð á Húsavík. Skv. þeirri áætlun verða gerðar ýtarlegar rannsóknir á efnainnihaldi allra þriggja nýtingarhola OH á Hveravöllum á næst ári (2019) ásamt blandsýni sem tekið verður í orkustöð, en í framhaldi af því verði aðeins tekið árlegt sýni í orkustöð þar til breytingar á efnainnihaldi þar kalli á ýtarlegri rannsóknir á Hveravöllum.
Stórn OH samþykkir fyrirliggjandi nálgun varðandi efnarannsóknir úr vinnsluholum félagsins.
Framkvæmdastjóra falin framkvæmd málsins.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 196. fundur - 05.09.2019

Ráðist verður í efnarannsóknir í vinnsluholum Orkuveitu Húsavíkur ohf. á Hveravöllum nú á haustmánuðum.
Ekki er um að ræða lögboðnar rannsóknir að kröfu Orkustofnunar, heldur eru þær liður í eftirliti OH með auðlindum félagsins og söfnun gagna til þess að hægt sé að fylgjast með þróun þeirra, m.a. í tengslum við væntanlega raforkuframleiðslu í orkustöð OH að Hrísmóum.
Stjórn OH samþykkir að farið verði í efnarannsóknir á vinnslusvæði félagsins á Hveravöllum.
Jafnframt samþykkir stjórnin fyrirliggjandi tilboð í verkefnið frá Geochemý ehf.