Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

188. fundur 01. febrúar 2019 kl. 08:30 - 10:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf

Málsnúmer 201809043Vakta málsnúmer

Fyrir liggja kostnaðaráætlanir þeirra aðila sem félagið hefur nálgast varðandi ráðgjöf við fyrirliggjandi stefnumótunarvinnu OH.
Velja þarf ráðgefandi aðila úr hópi þeirra sem gefið hafa færi á sér til þeirra starfa.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar þeim aðilum sem gáfu kost á sér til þess að koma að vinnu við stefnumótun félagsins, og skiluðu kostnaðaráætlunum í verkið.
Stjórnin er sammála um að Hilmar Gunnlaugsson hrl. verði fenginn að borðinu varðandi þessa vinnu og er framkvæmdastjóra falið að tilkynna ákvörðun félagsins.

2.Ósk um styrk til knattspyrnudeildar Völsungs

Málsnúmer 201901115Vakta málsnúmer

Knattspyrnudeild Völsungs hefur óskað eftir styrk til reksturs sjónvarpsstöðvar í nafni félagsins.
Fyrir stjórn OH liggur að taka afstöðu til umsóknarinnar.
Málinu er frestað til næsta fundar.
Stjórn OH mun fara yfir styrkja- og auglýsingamál félagsins og marka sér skýra stefnu í þeim málum.

3.Kalina raforkustöð OH

Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer

Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið unnið að gerð samkeppnislýsingar vegna fyrirhugaðrar nýtingar orkustöðvar OH að Hrísmóum 1 til raforkuframleiðslu úr lágvarma.
Lýsingin er tilbúin til útgáfu, en stefnt er að því að birta hana á heimasíðu Orkuveitu Húsavíkur ásamt fylgisjölum. Að auki verða sendar tilkynningar til þeirra aðila sem nálgast hafa félagið varðandi nýtingu stöðvarinnar í áðurnefndum tilgangi.
Lagt er upp með að áhugasömum aðilum verði gefnar 12 vikur til þess að móta hugmyndir sínar að uppbyggingu og rekstri stöðvarinnar og að lokadagsetning á móttöku gagna varðandi það verði 30. apríl 2019.
Einnig að samningum við þann aðila sem valinn verður til samstarfs, verði lokið þann 1. október 2019.
Fyrir stjórn OH liggur að taka ákvörðun um framhald verkefnisins á þeim forsendum sem lagt hefur verið upp með og eins hvort fara skuli í aukaafskriftir af orkustöðinni skv. bókhaldsreglum þar um.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur hefur farið yfir fyrirliggjandi samkeppnislýsingu vegna raforkuframleiðslu úr lághita í orkustöð OH að Hrísmóum 1 og leggur til að þessi leið verði farin.

Ljóst er að ákvörðun um að senda út samkeppnislýsinguna er stefnumarkandi.
Með vísan til samþykkta og reglna félagsins, vísar stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. ákvörðun um framhald verkefnisins til eigandans.

Varðandi aukaafskriftir, leggur stjórn OH til að orkustöðin verði afskrifuð að svo miklu leyti sem lög heimila.

4.Vatnsverndarsvæði í landi Norðurþings

Málsnúmer 201806113Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir stjórn OH.
Verkfræðistofan Vatnaskil hefur nú lokið vinnu við gerð líkana til greiningar á aðrennsli að vatnsbólum Húsavíkur. Til þess að geta með góðu móti rökstutt tillögur að skilgreiningum vatnsverndarsvæða við Húsavík (brunnsvæði, grannsvæði og aðrennslissvæðum) þarf að greina lekt og jarðlög og hefur framkvæmdasvið Norðurþings kallað eftir kosnaðarmati á þeirri vinnu Vatnaskila.
Þegar sú greining liggur fyrir er fyrst hægt að gera tillögur að afmörkun vatnsverndar sem byggja á gögnum til rökstuðnings.
Ef um hagsmunaárekstra er að ræða í tengslum við umgengni um svæðið, þarf að skoða til hvaða mótvægisaðgerða er rétt að grípa, en þær mótvægisaðgerðir geta t.d. falist í því að kanna möguleika á notkun umhverfisvænna farartækja á tilteknum svæðum, setja sértæk starfsleyfisskilyrði (kröfur um mengunarvarnir) vegna þeirrar starfsemi sem fram fer eða fyrirhugað er að stofna til á vatnsverndarsvæðum eða jafnvel að takmarka eða banna tiltekna starfsemi í ljósi vatnsverndar.
Fyrirliggjandi gögn ásamt fyrirhugaðri vinnu við afmörkun vatnsverndarsvæða í landi Húsavíkur kynnt fyrir stjórn OH.

Fundi slitið - kl. 10:15.