Fara í efni

Ósk um styrk til knattspyrnudeildar Völsungs

Málsnúmer 201901115

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 188. fundur - 01.02.2019

Knattspyrnudeild Völsungs hefur óskað eftir styrk til reksturs sjónvarpsstöðvar í nafni félagsins.
Fyrir stjórn OH liggur að taka afstöðu til umsóknarinnar.
Málinu er frestað til næsta fundar.
Stjórn OH mun fara yfir styrkja- og auglýsingamál félagsins og marka sér skýra stefnu í þeim málum.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 189. fundur - 29.03.2019

Knattspyrnudeild Völsungs óskar eftir styrk til reksturs sjónvarpsstöðvar til útsendinga á leikjum félagsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að veita auglýsingastyrk til verkefnisins að upphæð kr. 150 þúsund á þessu ári.