Fara í efni

Deiliskipulag skíðasvæðis

Málsnúmer 201804100

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 27. fundur - 17.04.2018

Í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 er afmarkað svæði O4 undir vetraríþróttir. Á seinni árum hefur notkun svæðisins færst verulega í vöxt enda svæðið nú komið í gott vegsamband við þéttbýlið, auk þess sem komin er rafmagnstenging á svæðið. Ljóst er að svæðið býður upp á fjölbreytta útivistarmöguleika allan ársins hring en til að nýta þá til fullnustu er mikilvægt að byggja upp tilheyrandi mannvirki s.s. skíðalyftur og skála. Æskulýðs- og menningarnefnd fjallaði um svæðið á fundi sínum fyrr í dag og óskaði eftir því við skipulags- og umhverfisnefnd að hafin verði vinna við deiliskipulag svæðisins. Kjartan Páll Þórarinsson og Jóhanna Kristjánsdóttir gerðu grein fyrir sjónarmiðum æskulýðs- og menningarnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulags af O4. Ennfremur verði skipulagsfulltrúa falið að ræða við Orkuveitu Húsavíkur um afmörkun vatnsverndar innan svæðisins.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 21. fundur - 17.04.2018

Æskulýðs- og menningarnefnd fjallaði um fyrirhugað skíða og útivistarsvæði við Reiðarárhnjúk.
Æskulýðs- og menningarnefnd vísar málinu til skipulags- og umhverfisnefndar og hvetur nefndina til að hefja formlega deiliskipulagsvinnu við skíða og útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk. Nefndin hvetur til þess að haft verði samráð við breiðan hóp fólks sem kemur til með að nýta svæðið bæði að sumri og vetri.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 29. fundur - 11.04.2019

Unnin hefur verið tillaga að skipulags- og matslýsingu fyrir útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 91. fundur - 16.04.2019

Unnin hefur verið tillaga að skipulags- og matslýsingu fyrir útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Tillagan borin undir atkvæði.
Samþykkt samhljóða.