Fara í efni

Beiðni um kaup á svokölluðu Lýsishúsi við Aðalbraut 16 - 22 Raufarhöfn

Málsnúmer 201809001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 10. fundur - 02.10.2018

Fyrir liggur kauptilboð í Lýsishús á Raufarhöfn frá A.G. Briem ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar sýndan áhuga á eigninni. Á þessum tímapunkti synjar ráðið erindinu vegna áforma um aðra nýtingu á húsinu. Ráðið hvetur tilboðsgjafa að fylgjast með framvindu málsins og endurnýja tilboð ef forsendur skapast.

Gísli vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 24. fundur - 26.02.2019

A.G. Briem endurnýjar beiðni sína um kaup á Lýsishúsinu svokallaða á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu að svo stöddu. Ráðið samþykkir að umrædd eign verði auglýst til sölu með fyrirvörum, að undangenginni skiptingu lóðar og vísar því til sveitarstjórnar.