Fara í efni

Ósk um úthlutun á svæði undir æfingaaðstöðu slökkviliðs og stuðning við frágang þess.

Málsnúmer 201902083

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 24. fundur - 26.02.2019

Slökkvilið Norðurþings óskar eftir að starfseminni verði úthlutað nýju æfingasvæði í malarnámu fyrir sunnan Húsavík. Æfingasvæði slökkviliðsins hefur fram að þessu verið á Húsavíkurhöfða, en vegna þeirra byggingaframkvæmda sem staðið hafa yfir og fyrirhugaðar eru á Höfða, er nauðsynlegt að finna slökkviliðinu annan stað til æfinga.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir úthlutun æfingasvæðis að því gefnu að slökkvilið standi straum af kostnaði við undirbúning á svæðinu.