Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

89. fundur 19. febrúar 2019 kl. 16:15 - 19:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Orkustöð OH við Hrísmóa

Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. þann 1. febrúar s.l. var fjallað um Kalina raforkustöð Orkuveitu Húsavíkur.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.
Til máls tóku: Kristján, Bergur, Kolbrún Ada og Helena.

Sveitarstjórn Norðurþings fagnar fram komnum áformum stjórnar OH um að finna Orkustöðinni að Hrísmóum við Húsavík aftur hlutverk og samþykkir að út verði gefin samkeppnislýsing hvar óskað verði eftir tillögum frá áhugasömum aðilum um hagnýtingu á því húsnæði sem fyrir er og öðrum innviðum, til framleiðslu rafmagns. Sveitarfélagið samþykkir fyrirliggjandi samkeppnislýsingu sem er þannig úr garði gerð að áhugasömum aðilum verður veitt sem mest svigrúm til að leggja fram tillögur sínar á því með hvaða hætti stöðin yrði hagnýtt til framtíðar.

2.Rifós hf óskar eftir umfjöllun um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 201811121Vakta málsnúmer

Á 23. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með ofangreindum breytingum.
(sjá breytingar í fundargerð 23. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs)
Til máls tók: Silja.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

3.Umsókn um stofnun tveggja nýrra lóða úr óskiptu landi Ærlækjarsels 1 og Ærlækjarsels 2

Málsnúmer 201901069Vakta málsnúmer

Á 23. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna verði samþykkt, sem og heiti þeirra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

4.Umsókn um stofnun tveggja nýrra lóða út úr jörðinni Skörð

Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna verði samþykkt, sem og heiti þeirra. Samþykki fyrir lóðastofnun miðast við að gengið verði frá brunavörnum á milli eigna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

5.Sala eigna: Grundargarður 6 íbúð 301

Málsnúmer 201901043Vakta málsnúmer

Á 281. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að eignin verði seld. Byggðarráð felur sveitarstjóra að tryggja að grunngögn er varða eignina liggi fyrir áður en ákvörðun er tekin.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu byggðarráðs.

6.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201901086Vakta málsnúmer

Á 281. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað; Byggðarráð vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða fyrirliggjandi reglur.

7.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022

Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi breytingar á ráðum innan Norðurþings hjá fulltrúum E - lista vegna tímabundis leyfis Guðbjarts E. Jónssonar, frá 1. janúar 2019 til 31. desember 2019.

Landsþing SÍS - Varamaður kemur inn Hafrún Olgeirsdóttir í stað Guðbjarts.
Eyþing aðalfundur - Hafrún Olgeirsdóttir kemur inn sem aðalmaður í stað Guðbjarts.
Héraðsnefnd Þingeyinga bs. fulltrúaráð - Hafrún Olgeirsdóttir kemur inn sem aðalmaður og Kristján Friðrik Sigurðsson sem varamaður
Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) fulltrúaráð - Hafrún Olgeirsdóttir kemur inn sem aðalmaður og Kristján Friðrik Sigurðsson sem varamaður
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga bs. fulltrúaráð - Hafrún Olgeirsdóttir kemur inn sem aðalmaður og Kristján Friðrik Sigurðsson sem varamaður
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar.

8.Siðareglur kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 201806058Vakta málsnúmer

Á 280. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð leggur til að ný sveitarstjórn undirriti siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Norðurþingi sem staðfestar voru á sveitarstjórnarfundi 19. júní 2018.
Lagt fram til undirritunar.

9.Atvinnustefna Norðurþings

Málsnúmer 201902057Vakta málsnúmer

Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi d-lista, leggur eftirfarandi tillögu fram: Á undanförnum áratugum hefur verið unnið ötullega atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi án þess að sérstök stefna hafi verið til varðandi atvinnuuppbyggingu önnur en sú sem birst hefur í málefnasamningum meirihluta sveitarstjórna hvers tíma. Á síðasta kjörtímabili urðu tímamót í atvinnulífi innan sveitarfélagsins þegar starfsemi hófst í kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon en líka í byggðaþróun þegar íbúum tók að fjölga á ný. Á þessum tímamótum er afar þarft að setja atvinnustefnu fyrir sveitarfélagið til að treysta betur grunn atvinnulífsins og til frekari þróunar þess.
Til máls tóku: Helena, Bergur, Silja, Hjálmar og Kolbrún Ada.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég vil því leggja til að hafin verði vinna við gerð atvinnustefnu Norðurþings. Í þeirri vinnu verði horft til þess að gera aðstæður sem bestar til uppbyggingar atvinnulífs hvort sem er fyrir starfandi fyrirtæki og nýja starfsemi. Þá verði horft til áframhaldandi uppbyggingar á Bakka með tilliti til þess hvaða áherslur við viljum leggja í því að laða fyrirtæki þar að, hvers konar starfsemi hugnast okkur að verði staðsett þar o.s.frv. Þá tel ég rétt að hluti vinnunnar verði tillögur að aðgerðum til að ná þeim markmiðum sem sett verða fram í henni, vinnunni verði lokið á fyrri hluta ársins 2019 og verði nýtt sem stefnumarkandi áætlun inn í fyrirhugaða gerð nýs aðalskipulags Norðurþings.
Ég vil jafnframt leggja til að stefnumótunin verið á höndum byggðaráðs sem fer með atvinnumál.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

10.Þarfagreining vegna uppbyggingar íþrótta- og tómstundaaðstöðu og stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum.

Málsnúmer 201902058Vakta málsnúmer

Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi d-lista, leggur eftirfarandi tillögu fram: Á síðustu áratugum hafa orðið breytingar í hugsun varðandi íþrótta- og tómstundastarf á Íslandi þar sem málaflokkurinn hefur verið að færast í auknum mæli inn á borð sveitastjórna ásamt því að vera á höndum frjálsra félagasamtaka. Um þessar mundir erum við að ganga í gegnum endurnýjun samninga við íþróttafélög innan sveitarfélagsins. Styrkir til þeirra eru að hækka á sama tíma og gerðar eru auknar kröfur til fagmennsku innan félaganna. Í samningagerðinni koma fram viðhorf og óskir um bætta aðstöðu, bæði vegna íþróttaiðkunar en einnig vegna félagsstarfs. Mikilvægt er að greina þarfir hinna ýmsu hópa fyrir aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar, setja í kjölfar slíkrar greiningar fram áætlun um uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja, sem og að marka stefnu í íþrótta- og tómstundamálaum m.a. með leiðarstef heilsueflandi samfélags í forgrunni.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Örlygur, Bergur, Kristján, Kolbrún Ada og Silja.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég vil því leggja til að við vinnum þarfagreiningu meðal allra þeirra hópa sem stunda hvers kyns íþróttir og tómstundir í sveitarfélaginu. Hvort sem um er að ræða íþróttastarf á afrekststigi, hreyfifærni meðal barna á leikskólaaldri, frístundastarf barna og ungmenna, almenningsíþróttir, frístundastarf eldri borgara eða almenna íþróttaþjálfun í þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru í sveitarfélaginu. Í kjölfar þessarar vinnu verði sett fram áætlun um það hvernig sveitarfélagið hyggst standa að uppbyggingu íþróttamannvirkja, aðstöðu fyrir frístunda og félagsstarf sem og viðhaldi þeirra mannvirkja sem þegar eru til staðar í sveitarfélaginu og tilheyra þessari starfsemi. Jafnframt setji sveitarfélagið sér stefnu varðandi íþrótta- og tómstundastarf og aðkomu sveitarfélagsins að því. Horfa má til þeirrar vinnu sem unnin var í Grindavík og hófst fyrir rúmum 10 árum síðan. Sú vinna er um margt til mikillar fyrirmyndar. Þar var unnin þarfagreining vegna aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar og samanburður við önnur sveitarfélög að áþekkri stærð. Í kjölfar þess var hvort tveggja sett fram áætlun um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja til 8 ára. Jafnframt var unnin stefna í íþrótta- og tómstundamálum sem miðaði að því að auka þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi og að koma í veg fyrir brottfall þeirra úr íþróttum þegar unglingsárin færast yfir. Sú stefna fól meðal annars í sér að foreldrar greiða eitt gjald vegna íþróttaiðkunar barna og þeim er þá heimilt að taka þátt í öllum þeim íþróttum sem boðið er upp á.
Ég legg til að vinnu við þarfagreiningu vegna uppbyggingar og viðhalds íþróttamannvirkja og aðstöðu til frístundastarfs, sem og stefnumótun vegna íþrótta- og tómstundastarfs verði vísað til fjölskylduráðs og ráðinu falið að ljúka þarfagreiningunni fyrir haustið og stefnumótuninni fyrir árslok 2019.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

11.Tillaga að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík

Málsnúmer 201902055Vakta málsnúmer

Fulltrúar B - lista og E - lista gera eftirfarandi tillögu;
Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing hefji nú þegar undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík.

Lagt er til að framkvæmdasvið í samvinnu við fræðslusvið geri úttekt á mögulegum leiðum til að byggja upp félagsmiðstöð og ungmennahús á Húsavík. Kannaðir verði mögulegir húsakostir (notað eða nýtt) og með hvaða hætti starfsemi hússins yrði. Ákaflega mikilvægt er að unnið verði með væntanlegum notendum þjónustunnar og mat lagt á þarfir unga fólksins okkar. Samhliða þessari vinnu verði unnin kostnaðar og rekstraáætlun í samvinnu við fjármálasvið sveitarfélagsins. Fyrstu niðurstöður skulu kynntar sveitarstjórnarfulltrúum í eigi síðar en á fundi sveitarstjónar í apríl nk.

Bergur Elías Ágústsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir

Til máls tóku: Hjálmar, Örlygur, Kolbrún Ada, Kristján, Silja og Bergur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

12.Verkefnið Brothættar byggðir í Norðurþingi

Málsnúmer 201812034Vakta málsnúmer

Undirrituð, fulltrúar B-lista Framsóknarflokks óska eftir umræðu um verkefnið Brothættar byggðir á fundi sveitarstjórnar. Það er mikilvægt að ræða verkefni m.t.t. þeirra svæða sem verkefnið nær utan um, framhald þeirra og vinnulag sveitarfélagsins til að ná markmiðum verkefnisins. Sjá nánar á vef Byggðastofnunar.

Bergur Elías Ágústsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Til máls tóku: Hrund, Kristján, Silja, Hjálmar, Örlygur, Bergur, Helena og Kolbrún Ada.

Fulltrúar B lista leggja fram tillögu þess efnis að sveitarfélagið Norðurþing beiti sér með mun markvissari hætti en verið hefur í verkefninu brothættum byggðum þ.e. Öxarfjörður í sókn og Raufarhöfn til framtíðar. Sérstaklega skal litið til markmiða verkefnanna;
Að auka viðnámsþrótt brothættra byggðarlaga gegn hnignun svo sem fólksfækkun, skekktri aldursdreifingu og áföllum í atvinnulífi.
Að stilla saman strengi ríkis, sveitarfélags, opinberra stofnanna, atvinnulífs og íbúa í ákvörðunum sem varða viðkomandi byggðarlag.
Jafnframt skal skoða sérstaklega starfsmarkmið 3.4 og að mótuð verði stefna Norðurþings í verkkaupum m.t.t. til fyrirtækja staðsettum í BB sem í flestum tilfellum eru lítil fyrirtæki og oft aukabúgrein fyrir þá sem þar búa.

Bergur, Hafrún og Hjálmar greiða atkvæði með tillögunni.
Helena, Kolbrún Ada, Kristján, Silja og Örlygur greiða atkvæði á móti tillögunni.
Hrund vék af fundi undir atkvæðagreiðslunni.


Helena leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing beiti sér hér eftir sem hingað til fyrir því að starfsmarkmið ÖÍS og ROF sem snúa að sveitarfélaginu sem slíku nái fram að ganga. Sérstaklega skal litið til markmiða verkefnanna;
Að auka viðnámsþrótt brothættra byggðarlaga gegn hnignun svo sem fólksfækkun, skekktri aldursdreifingu og áföllum í atvinnulífi.
Að stilla saman strengi ríkis, sveitarfélags, opinberra stofnana, atvinnulífs og íbúa í ákvörðunum sem varða viðkomandi byggðarlag.
Jafnframt skal skoða sérstaklega starfsmarkmið 3.4 og að mótuð verði stefna Norðurþings í verkkaupum m.t.t. til fyrirtækja staðsettum í BB sem í flestum tilfellum eru lítil fyrirtæki og oft aukabúgrein fyrir þá sem þar búa.


Breytingartillagan er samþykkt með atkvæðum Helenu, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.
Hjálmar og Bergur greiða atkvæði á móti breytingartillögunni.
Hafrún sat hjá.
Hrund vék af fundi undir atkvæðagreiðslunni.

13.Gallupkönnun - Þjónusta sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 201810025Vakta málsnúmer

Norðurþing var eins og undanfarin ár þátttakandi í þjónustukönnun á Gallup í nóvember og desember 2018. Niðurstöður þeirrar könnunnar liggja nú fyrir og eru lagðir fram í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Kristján, Hjálmar, Kolbrún Ada og Bergur.

Lagt fram til kynningar.

14.Gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík 2019.

Málsnúmer 201901078Vakta málsnúmer

Á 22. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá.
Til máls tók: Silja.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá.

15.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram.

16.Fjölskylduráð - 20

Málsnúmer 1901010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 20. fundar Fjölskylduráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 3 "Forvarnir í Norðurþingi": Hjálmar, Örlygur og Kolbrún Ada.

Fundargerð er lögð fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð - 21

Málsnúmer 1901013FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 21. fundar Fjölskylduráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Frístund allt árið": Helena og Örlygur.

Helena leggur fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti sveitarstjórnar fagnar þeim metnaðarfullu drögum að dagskrá sem fram er komin vegna frístundar allt árið og beinir því til fjölskylduráðs að hraða vinnu við undirbúning sumarfrístundar t.a.m. varðandi opnunartíma sumarfrístundar frá degi til dags.

Fundargerð er lögð fram til kynningar.

18.Fjölskylduráð - 22

Málsnúmer 1902001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 22. fundar Fjölskylduráðs Norðurþings.
Fundargerð er lögð fram til kynningar.

19.Skipulags- og framkvæmdaráð - 21

Málsnúmer 1901007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 21. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.
Fundargerð er lögð fram til kynningar.

20.Skipulags- og framkvæmdaráð - 22

Málsnúmer 1901011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 22. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 4 "Hoffell ehf. sækir um lóð að Lyngholti 42-52": Kristján.

Fundargerð er lögð fram til kynningar.

21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 23

Málsnúmer 1902002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 23. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 8 "Hundasvæði á Húsavík": Bergur og Silja.

Fundargerð er lögð fram til kynningar.

22.Orkuveita Húsavíkur ohf - 188

Málsnúmer 1901012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 188 fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tók undir lið 1 "Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf": Bergur.

Fundargerð er lögð fram til kynningar.

23.Byggðarráð Norðurþings - 279

Málsnúmer 1901009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 279. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerð er lögð fram til kynningar.

24.Byggðarráð Norðurþings - 280

Málsnúmer 1901014FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 280. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerð er lögð fram til kynningar.

25.byggðarráð Norðurþings - 281

Málsnúmer 1902003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 281. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 1 "Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar umsagnar sveitarfélagsins vegna erinda varðandi starfshætti þess": Hjálmar.

Fundargerð er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:45.