Fara í efni

Þarfagreining vegna uppbyggingar íþrótta- og tómstundaaðstöðu og stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum.

Málsnúmer 201902058

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 89. fundur - 19.02.2019

Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi d-lista, leggur eftirfarandi tillögu fram: Á síðustu áratugum hafa orðið breytingar í hugsun varðandi íþrótta- og tómstundastarf á Íslandi þar sem málaflokkurinn hefur verið að færast í auknum mæli inn á borð sveitastjórna ásamt því að vera á höndum frjálsra félagasamtaka. Um þessar mundir erum við að ganga í gegnum endurnýjun samninga við íþróttafélög innan sveitarfélagsins. Styrkir til þeirra eru að hækka á sama tíma og gerðar eru auknar kröfur til fagmennsku innan félaganna. Í samningagerðinni koma fram viðhorf og óskir um bætta aðstöðu, bæði vegna íþróttaiðkunar en einnig vegna félagsstarfs. Mikilvægt er að greina þarfir hinna ýmsu hópa fyrir aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar, setja í kjölfar slíkrar greiningar fram áætlun um uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja, sem og að marka stefnu í íþrótta- og tómstundamálaum m.a. með leiðarstef heilsueflandi samfélags í forgrunni.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Örlygur, Bergur, Kristján, Kolbrún Ada og Silja.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég vil því leggja til að við vinnum þarfagreiningu meðal allra þeirra hópa sem stunda hvers kyns íþróttir og tómstundir í sveitarfélaginu. Hvort sem um er að ræða íþróttastarf á afrekststigi, hreyfifærni meðal barna á leikskólaaldri, frístundastarf barna og ungmenna, almenningsíþróttir, frístundastarf eldri borgara eða almenna íþróttaþjálfun í þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru í sveitarfélaginu. Í kjölfar þessarar vinnu verði sett fram áætlun um það hvernig sveitarfélagið hyggst standa að uppbyggingu íþróttamannvirkja, aðstöðu fyrir frístunda og félagsstarf sem og viðhaldi þeirra mannvirkja sem þegar eru til staðar í sveitarfélaginu og tilheyra þessari starfsemi. Jafnframt setji sveitarfélagið sér stefnu varðandi íþrótta- og tómstundastarf og aðkomu sveitarfélagsins að því. Horfa má til þeirrar vinnu sem unnin var í Grindavík og hófst fyrir rúmum 10 árum síðan. Sú vinna er um margt til mikillar fyrirmyndar. Þar var unnin þarfagreining vegna aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar og samanburður við önnur sveitarfélög að áþekkri stærð. Í kjölfar þess var hvort tveggja sett fram áætlun um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja til 8 ára. Jafnframt var unnin stefna í íþrótta- og tómstundamálum sem miðaði að því að auka þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi og að koma í veg fyrir brottfall þeirra úr íþróttum þegar unglingsárin færast yfir. Sú stefna fól meðal annars í sér að foreldrar greiða eitt gjald vegna íþróttaiðkunar barna og þeim er þá heimilt að taka þátt í öllum þeim íþróttum sem boðið er upp á.
Ég legg til að vinnu við þarfagreiningu vegna uppbyggingar og viðhalds íþróttamannvirkja og aðstöðu til frístundastarfs, sem og stefnumótun vegna íþrótta- og tómstundastarfs verði vísað til fjölskylduráðs og ráðinu falið að ljúka þarfagreiningunni fyrir haustið og stefnumótuninni fyrir árslok 2019.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

Fjölskylduráð - 26. fundur - 11.03.2019

Á 89. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég vil því leggja til að við vinnum þarfagreiningu meðal allra þeirra hópa sem stunda hvers kyns íþróttir og tómstundir í sveitarfélaginu. Hvort sem um er að ræða íþróttastarf á afrekststigi, hreyfifærni meðal barna á leikskólaaldri, frístundastarf barna og ungmenna, almenningsíþróttir, frístundastarf eldri borgara eða almenna íþróttaþjálfun í þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru í sveitarfélaginu. Í kjölfar þessarar vinnu verði sett fram áætlun um það hvernig sveitarfélagið hyggst standa að uppbyggingu íþróttamannvirkja, aðstöðu fyrir frístunda og félagsstarf sem og viðhaldi þeirra mannvirkja sem þegar eru til staðar í sveitarfélaginu og tilheyra þessari starfsemi. Jafnframt setji sveitarfélagið sér stefnu varðandi íþrótta- og tómstundastarf og aðkomu sveitarfélagsins að því. Horfa má til þeirrar vinnu sem unnin var í Grindavík og hófst fyrir rúmum 10 árum síðan. Sú vinna er um margt til mikillar fyrirmyndar. Þar var unnin þarfagreining vegna aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar og samanburður við önnur sveitarfélög að áþekkri stærð. Í kjölfar þess var hvort tveggja sett fram áætlun um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja til 8 ára. Jafnframt var unnin stefna í íþrótta- og tómstundamálum sem miðaði að því að auka þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi og að koma í veg fyrir brottfall þeirra úr íþróttum þegar unglingsárin færast yfir. Sú stefna fól meðal annars í sér að foreldrar greiða eitt gjald vegna íþróttaiðkunar barna og þeim er þá heimilt að taka þátt í öllum þeim íþróttum sem boðið er upp á.
Ég legg til að vinnu við þarfagreiningu vegna uppbyggingar og viðhalds íþróttamannvirkja og aðstöðu til frístundastarfs, sem og stefnumótun vegna íþrótta- og tómstundastarfs verði vísað til fjölskylduráðs og ráðinu falið að ljúka þarfagreiningunni fyrir haustið og stefnumótuninni fyrir árslok 2019
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna að verkáætlun, skilgreina samráðshópa og vinnuhóp og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Fjölskylduráð - 28. fundur - 08.04.2019

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að vinnu við þarfagreiningu vegna uppbyggingar íþrótta- og tómstundaaðstöðu í Norðurþingi.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að taka upp samtal við HSÞ, og eftir atvikum aðra aðila, um aðkomu að vinnu við stöðumat í íþrótta- og tómstundamálum. Sú vinna verði höfð til grundvallar í vinnu við þarfagreiningu vegna uppbyggingar íþrótta- og tómstundaaðstöðu og stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum.