Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Öxarfjarðarskóli - Sumaropnun leikskólans í Lundi
201902091
Lagt er fram til kynningar fyrirkomulag sumaropnunar leikskóladeildarinnar í Lundi
Fjölskylduráð tók fyrir erindi frá Guðrúnu S. Kristjánsdóttur skólastjóra í Öxarfjarðarskóla vegna sumaropnunar leikskóladeildar í Lundi. Ráðið þakkar henni fyrir sína vinnu við skipulagningu sumaropnunarinnar og fellst á framlagða áætlun.
2.Gallupkönnun - Þjónusta sveitarfélaga 2018
201810025
Lagt er fram niðurstaða Gallupkönnunar - Þjónusta sveitarfélag 2018.
Sviðstjórar á fjölskyldusviði fóru yfir niðurstöðu Gallupkönnunar - Þjónusta sveitarfélag 2018.
3.Forvarnarstefna Norðurþings
201901125
Formaður fjölskylduráðs gerir grein fyrir stöðu vinnu við forvarnarstefnu.
Formaður fjölskylduráðs gerði grein fyrir stöðu vinnu við forvarnarstefnu. Ráðið felur sviðsstjórum fjölskyldusviðs að eiga samtal við Þekkingarnet Þingeyinga um ráðgjöf og áframhaldandi vinnslu stefnunar. Jafnframt var formanni falið að senda sveitarstjórn minnisblað sitt um stöðu málsins.
4.Áætlun almennra framlaga vegna málefna fatlaðs fólks 2019
201902087
Félagsmálastjóri gerir grein fyrir áætlun almennra framlaga vegna málefna fatlaðs fólks 2019
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að gera viðauka vegna tveggja nýrra stöðugilda í þjónustu við fatlaða og leggja fyrir byggðarráð. Lagt fram vegna aukinna þjónustuþarfa þjónustuþega í samræmi við aukin framlög frá Jöfnunarsjóði
5.Fötlunarráð 2018-2022
201811036
Lagt er fram 1. fundargerð Fötlunarráðs Norðurþings
Fundargerð lögð fram.
6.Öldungaráð 2018 - 2022
201806213
Lagt er fram 1. fundargerð Öldungaráðs Norðurþings
Fundargerð lögð fram.
7.Velferðarnefnd: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál.
201902028
Lagt fram til kynningar
Lagt fram.
8.Ungmennaráð Norðurþings 2019-2020
201902090
Fjölskylduráð er með til umræðu fyrirkomulag um ungmennaráð Norðurþings, en skv Æskulýðslögum 70/2007 segir að : ,,Sveitarstjórnir hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð."
Fjölskylduráð ræddi málefni ungmennaráðs. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að fá fulltrúa Nemendafélags FSH á næsta fund ráðsins.
Fundi slitið - kl. 15:10.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 2 -7.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 2-3 og 8-9.
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla sat fundinn í síma undir lið 1.