Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

38. fundur 09. júlí 2019 kl. 14:00 - 16:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Birna Ásgeirsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Erindi til uppbyggingar hjólreiðaleiða í Norðurþingi.

Málsnúmer 201907012Vakta málsnúmer

Gunnólfur Sveinsson og Aðalgeir Sævar Óskarsson mæta á fundinn og kynna hugmyndir um uppbyggingu hjólreiðaleiða í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar áhugamönnum um hjólreiðar að gera upp leið sem er merkt gul í fylgiskjali og nær frá bílastæði í Grjóthálsi og niður að Botnsvatni. Uppbyggingu á öðrum hjólaleiðum er vísað til umræðu um framkvæmdaáætlun 2020.

2.Yfirborðsfrágangur vegtengingar frá Höfðavegi 6 að Höfðavegi.

Málsnúmer 201907020Vakta málsnúmer

Í kjölfar frágangs fjöleignarhúss að Höfðavegi 6 er kallað eftir yfirborðsfrágangi vegtengingar frá Höfðavegi að umræddri lóð.
Fyrir liggur kostnaðaráætlun í verkið út frá gefnum forsendum, en óskað er ákvörðunar skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi næstu skref í málinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í yfirborðsfrágang frá Höfðavegi að Höfðavegi 6 Húsavík, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

3.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings

Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga að hraðatakmörkunum í þéttbýli Húsavíkur.
Tillagan miðar að því að hámarkshraði innanbæjar verði takmarkaður við 35 km/klst í öllum tilfellum og verði viðeigandi merkingar um slíkt aðeins settar upp við norður- og suðurenda bæjarins.
Til þess að mæta kröfum um reglur til ökukennslu og ökuprófs, þarf þó að vera a.m.k. ein gata innan þéttbýlis þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til tillögunnar og einnig til þess hvar hámarkshraði skuli vera 50 km/klst til þess að mæta reglum um ökukennslu.
Hreiðar Hreiðarsson frá lögreglunni og Sigurður Þórarinsson ökukennari mættu á fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að búa til yfirlitsmynd yfir Húsavík og útlista þær götur sem ráðið leggur til að taki breytingum á hámarkshraða út frá 50 km/klst. og 35 km/klst.

4.Húsavíkurstofa óskar eftir tilfærslu á götukort/skilti sunnan við bæinn.

Málsnúmer 201906081Vakta málsnúmer

Christin Irma Schröder hjá Húsavíkurstofu leggur til að upplýsingaskilti sem eru beggja vegna Húsavíkur verði færð til. Skilti norðan bæjar verði flutt út á Gónhól en skilti sunnan þéttbýlisins verði flutt að áningarstað syðst á Stangarbakka.
Á 37. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var málinu frestað til næsta fundar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að færa upplýsingaskilti um Húsavík að norðanverðu upp á Gónhól en ákveður að skiltið að sunnanverðu standi á sínum stað við Kringlumýri.

5.Umhverfisvænt sveitarfélag.

Málsnúmer 201804105Vakta málsnúmer

Kolviður óskaði með bréfi dags. 11. apríl 2018 eftir hugmynd að um 100 ha landi við Húsavík til gróðursetningar á Kolviðarskógi. Kolviður er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Nokkur umfjöllun hefur verið um málið í nefndum Norðurþings, síðast í skipulags- og framkvæmdaráði 18. desember s.l. Nokkrar hugmyndir hafa komið upp með staðsetningu svæðis og helst virðist koma til greina 1. Land beggja vegna vegar upp á Húsavíkurfjall og allt norður að vegi upp að Skurðsbrúnanámu. 2. Land beggja vegna Reykjaheiðarvegar í ofanverðri Grásteinsheiði og 3. Óráðstafað land á Ærvíkurhöfða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að Kolviði verði boðin afnot af um 100 ha landi við Ærvíkurhöfða og um 27 ha land meðfram vegi upp á Húsavíkurfjall til samræmis við fyrirliggjandi hugmyndir. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði falið að teikna upp nánari hnitsetta afmörkun á því svæði sem boðið verði til ræktunar Kolviðarskógar.

Hjálmar Bogi óskar bókað:
Bjóða ætti Kolviði allt að 100 ha á umræddu svæði, sunnan og norðan við fjallsafleggjarann að línuvegi í norðri. Svæðið er tilraunarbeitarhólf sem frístundabændur hafa haft afnot af undanfarin ár. Svæðið hentar alls ekki til beitar.

6.Ósk um samþykki fyrir stækkun skógræktarsvæðis í landi Reykjarhóls

Málsnúmer 201907009Vakta málsnúmer

Stefán Óskarsson óskar eftir samþykki fyrir stækkun skógræktarsvæðis í landi Reykjarhóls í Reykjahverfi. Stækkunin nemur 35,6 ha eins og nánar er sýnt á hnitsettum uppdrætti.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirhugaða skógrækt geta fallið ágætlega að stefnu aðalskipulags Norðurþings svo fremi að fylgt verði þeim leiðbeiningum sem gefnar eru í kafla 21.3 í gildandi aðalskipulagi og fellst því á stækkun skógræktarsvæðisins skv. framlögðum gögnum.

7.Umsókn um stækkun bílastæðis við Fossvelli 19

Málsnúmer 201907003Vakta málsnúmer

Þórður Hreinsson og Þórunn Kristjánsdóttir óska eftir heimild til að stækka bílastæði innan lóðar sinnar að Fossvöllum 19 á Húsavík eins og nánar er sýnt á afstöðumynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.

8.Óskað eftir heimild til að útbúa bílastæði að Uppsalavegi 3

Málsnúmer 201907017Vakta málsnúmer

Kári Páll Jónasson óskar eftir heimild til að gera bílastæði innan lóðar sinnar að Uppsalavegi 3 á Húsavík.
Fyrirhuguð bílastæði eru til samræmis við gildandi deiliskipulag og því samþykkir ráðið erindið.

9.Endurnýjun bíls áhaldahússins á Raufarhöfn

Málsnúmer 201906064Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að ganga að tilboðinu og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá málinu. Fjármunir eru nýttir af framkvæmdafé ársins.

Fundi slitið - kl. 16:50.