Fara í efni

Húsavíkurstofa óskar eftir tilfærslu á götukort/skilti sunnan við bæinn.

Málsnúmer 201906081

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 37. fundur - 02.07.2019

Christin Irma Schröder hjá Húsavíkurstofu leggur til að upplýsingaskilti sem eru beggja vegna Húsavíkur verði færð til. Skilti norðan bæjar verði flutt út á Gónhól en skilti sunnan þéttbýlisins verði flutt að áningarstað syðst á Stangarbakka.
Máli frestað til næsta fundar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 38. fundur - 09.07.2019

Christin Irma Schröder hjá Húsavíkurstofu leggur til að upplýsingaskilti sem eru beggja vegna Húsavíkur verði færð til. Skilti norðan bæjar verði flutt út á Gónhól en skilti sunnan þéttbýlisins verði flutt að áningarstað syðst á Stangarbakka.
Á 37. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var málinu frestað til næsta fundar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að færa upplýsingaskilti um Húsavík að norðanverðu upp á Gónhól en ákveður að skiltið að sunnanverðu standi á sínum stað við Kringlumýri.