Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 1-5.
1.Suðurfjöruvegur
201906067
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi endanlega breidd suðurfjöruvegar svo bregðast megi við varðandi hönnun væntanlegs sjóvarnargarðs með viðeigandi hætti.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að sækja um í Sjóvarnasjóð vegna sjóvarnagarðs og jafnframt setja af stað hönnunarvinnu vegna Suðurfjöruvegar með tengingu við þjóðveg 85.
2.Til kynningar; tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028
201906074
Fljótsdalshérað kynnir fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felst í skilgreiningu ferðaþjónustusvæðis við Grund á Jökuldal.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu.
3.Naustalækur ehf. óskar eftir breytingu á skipulagi að Steinagerði 5
201904120
Nú er lokið grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar parhúss á lóðinni að Steinagerði 5. Ekki komu fram neinar athugasemdir við grenndarkynninguna.
Skipulags- og framkvæmdarráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsi á lóðinni að Steinagerði 5 til samræmis við framlögð gögn í grenndarkynningu, þegar fullnægjandi gögnum til byggingarleyfis hefur verið skilað inn.
4.Naustalækur óskar eftir breytingu á skipulagi að Urðargerði 5
201904119
Nú er lokið grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar parhúss á lóðinni að Urðargerði 5. Ekki komu fram neinar athugasemdir við grenndarkynninguna.
Skipulags- og framkvæmdarráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsi á lóðinni að Urðargerði 5 til samræmis við framlögð gögn í grenndarkynningu, þegar fullnægjandi gögnum til byggingarleyfis hefur verið skilað inn.
5.Hafnarstétt 13.
201906093
Við mælingar starfsmanna sveitarfélagsins 27. júní s.l. kom í ljós að nýlega hlaðinn vesturveggur við lóðina að Hafnarstétt 13 er 40-50 cm utan lóðarmarka.
Skipulags- og framkvæmdaráð ítrekar að framkvæmdir skulu vera innan lóðamarka fyrir utan þau frávik sem þegar hafa verið samþykkt samkvæmt óundirrituðum drögum að samkomulagi.
6.Húsavíkurstofa óskar eftir tilfærslu á götukort/skilti sunnan við bæinn.
201906081
Christin Irma Schröder hjá Húsavíkurstofu leggur til að upplýsingaskilti sem eru beggja vegna Húsavíkur verði færð til. Skilti norðan bæjar verði flutt út á Gónhól en skilti sunnan þéttbýlisins verði flutt að áningarstað syðst á Stangarbakka.
Máli frestað til næsta fundar.
7.Verklýsing fyrir stækkun Kirkjugarðs Húsavíkur
201906068
Fyrir liggur ósk frá Kirkjugörðum Húsavíkur um aðkomu sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar stækkunar á garðinum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir aðkomu sveitarfélagsins samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
8.Hugmyndir af bílastæðum við Húsavíkurkirkju
201906069
Húsavíkurkirkja hefur lagt fram tillögu að gerð bílastæðis austan kirkjunnar. Óskað er eftir áliti skipulags- og framkvæmdaráðs vegna þess.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki heppilegt að útbúa bílastæði innan lóðar Húsavíkurkirkju.
9.Öxarfjarðarskóli - Ósk um endurbætur í Öxarfjarðarskóla
201902034
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Öxarfjarðarskóla um breytingar á húsnæðinu vegna samgangs við Jarðskjálftasetur.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2020.
10.Beitarhólf á Raufarhöfn
201906089
Taka þarf afstöðu til útleigu beitarhólfa í landi Raufarhafnar.
Mikilvægt er að virðing sé borin fyrir varplandi fugla á svæðinu þar sem Melrakkaslétta er viðkomustaður fjölmargra fuglategunda. Einnig sé mikilvægt að beitarhólfum sé komið upp í samráði við Norðurþing og með réttum leyfum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skilgreina land undir beitarhólf í landi Raufarhafnar og leggja fyrir ráðið að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skilgreina land undir beitarhólf í landi Raufarhafnar og leggja fyrir ráðið að nýju.
11.Áskorun frá Raufarhafnarbúum vegna vatnsskorts í tjörnum.
201907001
Fyrir liggur áskorun frá íbúum á Raufarhöfn um að dæluprófanir borholu við skólann þar verði stöðvaðar vegna lágrar vatnsstöðu í nærliggjandi tjörn og mögulegum orsakatengslum þar á milli.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar íbúum Raufarhafnar ábendinguna og áskorunina varðandi hugsanleg áhrif dæluprófana á vatnsstöðu nærliggjandi tjarna.
Verið er að kanna þann möguleika að setja upp varmadælur við Grunnskólann á Raufarhöfn og Íþróttamiðstöðina til að draga úr kyndingarkostnaði. Því þurfti að kanna aðstæður og framkvæma dæluprófun enda styrkir ríkið uppsetningu á varmadælum á köldum svæðum á þessum tímapunkti. Dæluprófanir hafa staðið yfir í á sjöttu viku og var dregið úr dælingu í ljósi þess að nauðsynleg gögn lágu þá fyrir um dælinguna. Mikilvægt er að átta sig á áhrifum þeirra á vistkerfið.
Starfsmaður Norðurþings benti á lækkað yfirborð Kottjarnar í lok síðustu viku. Brugðist var við því með því að dæla vatni úr neysluvatnskerfi þorpsins um nærliggjandi brunahana út í vistkerfið. Fylgst er með yfirborði tjarnanna en dæluprófanir munu standa yfir í um tvær vikur í viðbót. Ljóst er að skoða þarf vel niðurstöður prófana og finna leiðir sem ekki hafa neikvæð áhrif í vatnsstöðu í tjörnunum, verði farið af stað með varmadælur.
Tjarnirnar á Raufarhöfn hafa mikið gildi fyrir staðinn, bæði lífríki og samfélag.
Verið er að kanna þann möguleika að setja upp varmadælur við Grunnskólann á Raufarhöfn og Íþróttamiðstöðina til að draga úr kyndingarkostnaði. Því þurfti að kanna aðstæður og framkvæma dæluprófun enda styrkir ríkið uppsetningu á varmadælum á köldum svæðum á þessum tímapunkti. Dæluprófanir hafa staðið yfir í á sjöttu viku og var dregið úr dælingu í ljósi þess að nauðsynleg gögn lágu þá fyrir um dælinguna. Mikilvægt er að átta sig á áhrifum þeirra á vistkerfið.
Starfsmaður Norðurþings benti á lækkað yfirborð Kottjarnar í lok síðustu viku. Brugðist var við því með því að dæla vatni úr neysluvatnskerfi þorpsins um nærliggjandi brunahana út í vistkerfið. Fylgst er með yfirborði tjarnanna en dæluprófanir munu standa yfir í um tvær vikur í viðbót. Ljóst er að skoða þarf vel niðurstöður prófana og finna leiðir sem ekki hafa neikvæð áhrif í vatnsstöðu í tjörnunum, verði farið af stað með varmadælur.
Tjarnirnar á Raufarhöfn hafa mikið gildi fyrir staðinn, bæði lífríki og samfélag.
12.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020
201906029
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar Norðurþings fyrir árið 2020. Var frestað á fundi 25. júní.
Lagt fram til kynningar.
13.Ósk um leyfi til að halda veiðipróf fyrir Retrieverhunda við Botnsvatn.
201907004
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir leyfisóskina.
Fundi slitið - kl. 16:10.