Fara í efni

Suðurfjöruvegur

Málsnúmer 201906067

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 37. fundur - 02.07.2019

Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi endanlega breidd suðurfjöruvegar svo bregðast megi við varðandi hönnun væntanlegs sjóvarnargarðs með viðeigandi hætti.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að sækja um í Sjóvarnasjóð vegna sjóvarnagarðs og jafnframt setja af stað hönnunarvinnu vegna Suðurfjöruvegar með tengingu við þjóðveg 85.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019

Sótt hefur verið um fjármagn í sjóvarnarsjóð til sjóvarna við suðurfjöruveg, til norðurs frá verkmörkum yfirstandandi uppbyggingar garðsins neðan við sláturhús Norðlenska.
Í tengslum við það verkefni hefur einnig verið kallað eftir hönnun suðurfjöruvegar frá gatnamótum við þjóðveg 85 til suðurs, að Búðarárgili til norðurs.
Lagt fram til kynningar.