Fara í efni

Naustalækur óskar eftir breytingu á skipulagi að Urðargerði 5

Málsnúmer 201904119

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 30. fundur - 30.04.2019

Óskað er eftir að gerð verði breyting á skipulagi lóðar við Urðargerði 5 þannig að þar verði heimilt að byggja parhús á tveimur hæðum innan byggingarreits auk þess sem gert verði ráð fyrir byggingarreitum fyrir bílskúrum með aðkomu frá Þverholti.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur ekki tök á að fara í skipulagsvinnu á svæðinu á þessum tímapunkti en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirliggjandi hugmyndir lóðarhöfum í Urðargerði og Steinagerði.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 37. fundur - 02.07.2019

Nú er lokið grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar parhúss á lóðinni að Urðargerði 5. Ekki komu fram neinar athugasemdir við grenndarkynninguna.
Skipulags- og framkvæmdarráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsi á lóðinni að Urðargerði 5 til samræmis við framlögð gögn í grenndarkynningu, þegar fullnægjandi gögnum til byggingarleyfis hefur verið skilað inn.