Fara í efni

Áskorun frá Raufarhafnarbúum vegna vatnsskorts í tjörnum.

Málsnúmer 201907001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 37. fundur - 02.07.2019

Fyrir liggur áskorun frá íbúum á Raufarhöfn um að dæluprófanir borholu við skólann þar verði stöðvaðar vegna lágrar vatnsstöðu í nærliggjandi tjörn og mögulegum orsakatengslum þar á milli.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar íbúum Raufarhafnar ábendinguna og áskorunina varðandi hugsanleg áhrif dæluprófana á vatnsstöðu nærliggjandi tjarna.

Verið er að kanna þann möguleika að setja upp varmadælur við Grunnskólann á Raufarhöfn og Íþróttamiðstöðina til að draga úr kyndingarkostnaði. Því þurfti að kanna aðstæður og framkvæma dæluprófun enda styrkir ríkið uppsetningu á varmadælum á köldum svæðum á þessum tímapunkti. Dæluprófanir hafa staðið yfir í á sjöttu viku og var dregið úr dælingu í ljósi þess að nauðsynleg gögn lágu þá fyrir um dælinguna. Mikilvægt er að átta sig á áhrifum þeirra á vistkerfið.

Starfsmaður Norðurþings benti á lækkað yfirborð Kottjarnar í lok síðustu viku. Brugðist var við því með því að dæla vatni úr neysluvatnskerfi þorpsins um nærliggjandi brunahana út í vistkerfið. Fylgst er með yfirborði tjarnanna en dæluprófanir munu standa yfir í um tvær vikur í viðbót. Ljóst er að skoða þarf vel niðurstöður prófana og finna leiðir sem ekki hafa neikvæð áhrif í vatnsstöðu í tjörnunum, verði farið af stað með varmadælur.

Tjarnirnar á Raufarhöfn hafa mikið gildi fyrir staðinn, bæði lífríki og samfélag.