Fara í efni

Siglingadeild Völsungs, aðstaða við Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 202004047

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 61. fundur - 27.04.2020

Siglingadeild Völsungs óskar eftir að aðstaða við Húsavíkurhöfn verði bætt fyrir starfsemi deildarinnar.
Fjölskylduráð fagnar endurvakningu siglingadeildar Völsungs en vísar fjármögnun og framkvæmd aðstöðu við Húsavíkurhöfn til skipulags- og framkvæmarráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 65. fundur - 28.04.2020

Siglingaklúbbur Völsungs óskar eftir að byggð verði upp viðleguaðstaða í grjótgarði við Naustagarð og tilfærslu á klúbbhúsi.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur hafnastjóra að vinna að því að bæta viðleguaðstöðu siglingaklúbbsins. Ráðið heimilar einnig tímabundna aðstöðu klúbbsins á Naustagarði.