Fjölskylduráð

61. fundur 27. apríl 2020 kl. 13:00 - 17:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson / Kjartan Páll Þórarinsson fræðslufulltrúi / íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir lið 1.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar, Olga Friðriksdóttir kennari og Birna Björnsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir lið 2.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri á Grænuvöllum sat fundinn undir lið 15.

Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1 - 2 og 14 - 15.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 3 - 13.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 3

1.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal 2020-2021

202004028

Skóladagatal Öxarfjarðarskóla fyrir skólaárið 2020-2021 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatal Öxarfjarðarskóla fyrir skólaárið 2020-2021.

2.Grunnskóli Raufarhafnar - Skóladagatal 2020-2021

202004027

Skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar fyrir skólaárið 2020-2021 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar skólaárið 2020-2021.

3.Staða mála á fjölskyldusviði Norðurþings vegna COVID-19

202004073

Fjölskylduráð fjallar um stöðu mála á fjölskyldusviði Norðurþings í ljósi COVID- 19 faraldsins.
Sviðstjórar fjölskylduráðs gerðu stuttlega grein fyrir starfi sviðsins.

Fjölskylduráð óskar eftir því að tekin verði saman gögn um mætingu nemenda sem og starfsmanna í skólum og frístund Norðurþings á tímum covid frá 16. mars til 4. maí. Minnisblað með þessum upplýsingum verði lagt fyrir fjölskylduráð 11. maí svo hægt verði að meta umfang og viðbrögð á þessum fordæmalausu tímum og nýta þá þekkingu og þau viðbrögð til að læra af þeim.

4.Listamaður Norðurþings

201909054

Fjölmenningarfulltrúi leggur samning við listamann Norðurþings fram til kynningar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög sem samningsform fyrir listamann Norðurþings.

5.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2020 - Húsavík Gítar Festival

202004060

Brynjar Friðrik sækir um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings að upphæð 75.000 kr. vegna Húsavík Gítar Festival sem mun fara fram í fyrsta sinn í ágúst næstkomandi.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Brynjar Friðrik um 50.000 kr. vegna Húsavík Gítar Festival.

6.Frístund á Húsavík 2019-2020

201909025

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar niðurstöður skoðunarkönnunar sem send var á foreldra barna í frístund.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð þakkar foreldrum fyrir góða þátttöku í könnuninni.
Ráðið leggur til að sambærileg könnun verði gerð árlega og nýtt til að efla starf frístundarheimilisins.

7.atvinnuátak Norðurþings sumar 2020

202004072

Til umræðu eru möguleg verkefni í atvinnuátaki Norðurþings sumarið 2020
Fjölskylduráð hyggst bæta við sumarstörfum innan sinna starfsstöðva eins og mögulegt er.
Ungmennum sem eru að klára 10.bekk verður boðin vinna og það úrræði verður auglýst sérstaklega.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa í samstarfi við félagsmálastjóra að kostnaðargreina 6 sumarstörf til viðbótar sem væru innan starfsstöðva sviðsins.

8.Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings 2020

202003022

Til umfjöllunar er Afreks og viðurkenningarsjóður Norðurþings sem auglýstur var opinn til umsóknar og rann frestur út þann 12. apríl síðastliðinn.
Engar umsóknir bárust í sjóðinn þetta árið og því verður ekkert úthlutað úr sjóðnum.

9.Siglingadeild Völsungs, aðstaða við Húsavíkurhöfn

202004047

Siglingadeild Völsungs óskar eftir að aðstaða við Húsavíkurhöfn verði bætt fyrir starfsemi deildarinnar.
Fjölskylduráð fagnar endurvakningu siglingadeildar Völsungs en vísar fjármögnun og framkvæmd aðstöðu við Húsavíkurhöfn til skipulags- og framkvæmarráðs.

10.Tún, tómstunda- og menningarhús - skráning raunverulegra eigenda

202003081

Til kynningar er mál sem var áður á 321.fundi byggðarráðs Norðurþings.
Um er að ræða félag sem var í nafni Norðuþings og tengdist starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Túns.
Félagið hefur verið afskráð og það lagt niður.
Félagið er lagt af en eftirstöðvar á bankareikningi félagsins sem safnaðist meðal annars í gegnum sjoppu í félagsmiðstöð verður notað beint inní félagsstarf ungmenna.

11.GH ársreikningur 2019

202003104

Til kynningar er ársreikningur GH vegna ársins 2019.
Lagt fram til kynningar.

12.GH - afnot af húsnæði

202004046

Golfklúbbur Húsavíkur óskar eftir afnotum af húsnæði í eigu Norðurþings fyrir vetrarstarf félagsins. Óskað er eftir verbúðum eða annarri aðstöðu sem kann að vera laus.
Fjölskylduráð sér sér ekki fært um að styrkja GH um leigu á húsnæði fyrir félagsstarf.

13.Málefni sundlauga og íþróttahúss á Raufarhöfn

202002007

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar sumaropnun í íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn.

Fjölskylduráð samþykkti á 56.fundi sínum að : sumaropnun verði í byrjun maí í stað byrjun júní eins og áður hafði verið ákveðið.
Sundlaugin verður opin yfir sumarið, virka daga frá kl. 16:30-19:30 og um helgar frá kl. 14:00-17:00.
Ráðið óskar eftir umsögn Hverfisráðs Raufarhafnar um sumaropnun sundlaugarinnar.

Hverfisráð Raufarhafnar tók málið fyrir þann 25 febrúar 2020 og sendi inn umsögn um að opnunartími yrði 8-10 og 14 - 19.30 á virkum dögum í sumar.
Málinu er frestað til frekari afgreiðslu þar sem að ekki liggur fyrir hvernig sundstaðir geta verið opnir í sumar vegna covid-19.

14.Grænuvellir - Skóladagatal 2019-2020

201904129

Leikskólastjóri óskar eftir tilfærslu á starfsdögum. Óskað er eftir því að starfsdagar verði 7. og 8. maí í stað starfsdaga sem áttu að vera 27.-30. apríl. Áður hafði fjölskylduráð samþykkt að fella niður tvo starfsdaga.
Fjölskylduráð samþykkir tilfærslu á starfsdögum.

15.Frestun á stefnumótunarvinnu

202004058

Fjölskylduráð hefur til ákvörðunar tillögu um frestun á stefnumótunarvinnu við endurskoðun skólastefnu Norðurþings.

Málið var til umfjöllunar á 102. fundi Sveitarstjórnar Norðurþings.
Starf nefndar um nýja skólastefnu Norðurþings gengur mjög vel og stefnt er að því að hún verði tilbúin í lok maí. Fjölskylduráð hefur í allan vetur unnið að og stutt við að ný skólastefna fyrir grunnskóla Norðurþings verði að veruleika og stendur einhuga á bakvið störf nefndarinnar.
Ráðið ákveður því að fresta ekki gerð skólastefnu Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 17:30.