Fara í efni

Grænuvellir - Skóladagatal 2019-2020

Málsnúmer 201904129

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 33. fundur - 20.05.2019

Skóladagatal Grænuvalla skólaárið 2019-2020 er lagt fram til kynningar og samþykktar.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri Grænuvalla gerði grein fyrir skóladagatali Grænuvalla 2019 - 2020. Ljóst er að gera þarf örlitlar breytingar á dagatalinu og verður það tekið til samþykktar á næsta fundi ráðsins.

Fjölskylduráð - 34. fundur - 27.05.2019

Á 33. fundi fjölskylduráðs var skóladagatal Grænuvalla 2019 - 2020 á dagskrá og eftirfarandi bókað: Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri Grænuvalla gerði grein fyrir skóladagatali Grænuvalla 2019 - 2020. Ljóst er að gera þarf örlitlar breytingar á dagatalinu og verður það tekið til samþykktar á næsta fundi ráðsins.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri Grænuvalla kynnti skóladagatal Grænuvalla skólaárið 2019 - 2020. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal.
Ráðið þakkar Sigríði og starfsfólki Grænuvalla fyrir starfið.

Fjölskylduráð - 60. fundur - 06.04.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögu leikskólastjóra um breytingu á skóladagatali fyrir núverandi skólaár.
í ljósi þess ástands sem nú ríkir vegna farsóttar, vegna samkomubanns og laga um takmörkun á skólastarfi, óskar leikskólastjóri eftir því að flytja tvo starfsdaga þessa skólaárs yfir á næsta skólaár og fá þá sex starfsdaga í stað fjögurra. Jafnframt óskar leikskólastjóri eftir því að tveir starfsdagar þessa skólaárs falli niður.

Fjölskylduráð samþykkir að fella niður tvo starfsdaga en hafnar beiðni leikskólastjóra um að færa tvo starfsdaga yfir á næsta skólaár.

Fjölskylduráð - 61. fundur - 27.04.2020

Leikskólastjóri óskar eftir tilfærslu á starfsdögum. Óskað er eftir því að starfsdagar verði 7. og 8. maí í stað starfsdaga sem áttu að vera 27.-30. apríl. Áður hafði fjölskylduráð samþykkt að fella niður tvo starfsdaga.
Fjölskylduráð samþykkir tilfærslu á starfsdögum.